30.5.2021 | 16:18
Ágætt Silfur í dag, niðurstaða úr umræðum
Sigmundur Davíð sagði lykilsetninguna í Silfrinu í dag: "Allir hinir flokkarnir hafa samfylkingarvæðzt. "
Bjarni Benediktsson styður athafnir og skoðanir VG ráðherranna, Katrín styður Samherja og vill ekki nýju stjórnarskrána, samheldnin er mikil, ekki gengur hnífurinn á milli þeirra.
Ég held að Bjarni Benediktsson sé að reyna að fá Sunnu í Pírötum og Loga í Samfylkingunni til að taka aftur þá setningu að þau vilji ekki vinna með honum og Sjálfstæðisflokknum með því að færa sig nær þeirra málflutningi.
Ég held að siðferðið hafi farið úr viðskiptalífinu endanlega í hruninu 2008 þegar hatrið á útrásarvíkingunum var sem mest. Ég tók aldrei þátt í því hatri á útrásarvíkingunum, ég vissi alltaf að þeir voru skilgetið afkvæmi þjóðfélagsins og hugmyndaheimsins sem við hrærðumst öll í, þeir voru ekki verri en við, en fengu tækifæri til að ganga miklu lengra og nýttu sér það.
Ég kunni afskaplega vel við það þegar Björgólfur eldri var að styðja listamenn fyrir hrunið. Það fannst mér siðferði meðal auðmanna sem virðingarvert gæti talizt.
Einnig get ég ekki hneykslazt um of á Samherja og þeirra tilburðum í fjölmiðlum til að bæta ímynd sína, eins svert og hún er orðin út af Helga Seljan erkikomma í RÚV og hans samstarfsfólki.
Ég hef sagt það áður og segi það enn. Hægrimenn þurfa endurreisn og enduruppbyggingu. Þeir ættu að hætta að taka við ofbeldi, höggum andlegum og skömmum frá vinstriflokkunum. Sigmundur Davíð reynir eins og hann getur og þess vegna vilja ekki jafnaðarfasistaflokkarnir fá slíka sannleikamengun inní sitt lið. Það þarf að kveða í kútinn þessa einsleitnu heimssýn að allt skammarlegt komi frá feðraveldinu, hægriflokkunum, osfv.
Bjarni Benediktsson ræddi um það í Silfrinu í dag að áhrif auðmanna væru ótæk. Ég vil setja dæmið öðruvísi upp.
Hvað með þau áhrif sem eru ósýnileg og koma að utan? Áhrif frá George Soros, Evrópusambandinu, ungum anarkistum sem vita ekki hvaða afleiðingar stefna þeirra hefur, en telur sig vera að elta sniðuga tízku? Þá segi ég, skárri eru áhrif frá auðmönnum sem koma fram undir nafni, áhrif frá flokksblöðum, osfv, en áhrif frá þeim sem stjórna á bak við tjöldin, eins og Frankfurt skólinn, liðssafnaður anarkista og harðlínukomma sem stuðlar að upplausn og eyðileggingu, sem kona sem heitir Sylvía fjallaði vel um í fyrra hér á blogginu. Sá hópur er leynilegur, en eins og Hrannar Baldursson hefur fjallað um í einum pistli þegar hann fjallaði um níhilismann, ber merki hans, það er mín túlkun, en er augljóst.
Ég segi, sterk íslenzk fyrirtæki eru vörn fyrir Íslendinga, íslenzkt sjálfstæði, íslenzka hugsun og sjálfstraust, jafnvel þótt þau séu spillt. Látum dómsmálin hafa sinn gang, en það er mannlegt að nota viðskiptatækifæri sem eru á gráu svæði. Dæmt fólk á ekki að vera rúið trausti eða mannorði eða dæmt fyrirtæki. Allar manneskjur eru blanda af góðu og illu og rétt er það hjá femínistum sumum að skrímslavæðingin er ekki til bóta.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.1.): 128
- Sl. sólarhring: 133
- Sl. viku: 578
- Frá upphafi: 132311
Annað
- Innlit í dag: 105
- Innlit sl. viku: 458
- Gestir í dag: 99
- IP-tölur í dag: 98
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.