Þú verður að þjóna einhverjum, eftir Bob Dylan, túlkun á sjöunda erindinu

Þá er komið að því að fara yfir og túlka sjöunda erindi textans "Þú verður að þjóna einhverjum" eftir Bob Dylan frá 1979.

Þetta sjöunda og síðasta erindi er eiginlega ómerkilegast og rýrast af þeim öllum. Það er upptalning á nöfnum aðallega. Rímið gerir þetta að kveðskap, annað ekki.

 

Þetta er þýðing erindisins yfir á óbundna íslenzku:

 

"Þú mátt kalla mig Terry, þú mátt kalla mig Timmy. Þú mátt kalla mig Bobby, þú mátt kalla mig Zimmy. Þú mátt kalla mig R.J., þú mátt kalla mig Ray. Þú mátt kalla mig hvað sem er, það skiptir engu máli hvað þú segir, samt verður þú að þjóna einhverjum, já, þú verður að þjóna einhverjum. Jamm og jæja, það má vera Djöfullinn og það má vera Drottinn, en þú verður að þjóna einhverjum".

 

R.J. er skammstöfun á listamannsnafni grínistans Bill Saluga, sem gaf sér heitið Raymond J. Johnson Jr, skammstafað R. J. Hann er enn á lífi, fæddur 1937. Hann er því 83 ára þegar þetta er skrifað, árið 2021.

 

Hann var með þetta orðatiltæki í sjónvarsþáttum sínum:"Þú mátt kalla mig... eða þú mátt kalla mig", þannig að allt þetta erindi er einhverskonar skrumstæling eða háð eða virðingarvottur (homage) í garð þessa grínista.

 

Annars er í nafnarununni Zimmy, sem er skammstöfun á Zimmermann, sem er upprunalegt heiti Dylans, ættarnafnið. Hann er því persónulegur í þessu erindi, (og kannski textanum öllum), ekki sem ljóðmælandi heldur hann sjálfur, eða þannig má túlka þetta.

 

Bobby þarna fyrr í nafnarununni er svo auðvitað gæluyrði yfir Robert, en Bob Dylan heitir raunverulega Robert Zimmermann, og því er hann þarna kominn með bæði upprunalegu nöfnin sín í þetta ljóð.

 

Timmy og Terry er sennilega fyrir rímið, jafnvel óljósan grun um höfuðstafi, sem hann hefur lært um í skóla sem hluta af eldri kveðskap, frá víkingaöldinni og kannski hrifizt af.

 

Annars er ekkert meira um þetta erindi að segja. Allt er þetta komið fram. Síðan er þarna bara viðlagið eins og venjulega.

 

Það er í samræmi við þennan kristilega boðskap sem þarna birtist í textanum að hann gefur upp nafn sitt, tjáir þar með að guð viti allt og að ekki þýði að felast eða leyna einhverju frammi fyrir augliti hans, eða þegar reynt er að gefa sig út fyrir að vera kristinnar trúar.

 

Það er auðvitað smekksatriði hvort þetta er vondur eða góður texti, eða lagið sem slíkt, en mér finnst það ágætt hjá honum að ganga alla leið, þetta er barnaleg og einlæg trú, hann veit útá hvað hún gengur.

 

Hins vegar sá hann fram á það að fjárhagslega var þetta ótækt, og viðskiptalega. Hann varð ekki vinsæll af þessu. Þessar kristilegu plötur hans fengu sífellt verri gagnrýni og salan var niðurávið.

 

Hann tók sér því frí 1982, gerðist aftur gyðingatrúar eins og hann fæddist inní og kom með plötuna "Infidels" 1983, blanda af verandlegum söngvum og zíonískum harðlínutextum, blönduðum kristilegum áhrifum að vísu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.1.): 46
  • Sl. sólarhring: 84
  • Sl. viku: 496
  • Frá upphafi: 132229

Annað

  • Innlit í dag: 41
  • Innlit sl. viku: 394
  • Gestir í dag: 40
  • IP-tölur í dag: 40

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband