Ævisaga mömmu

Ævisaga ömmu og afa hef ég lokið við að skrifa, en hún er óútgefin. Það eru skrifaðar miklu fleiri bækur en koma út. Sumir skrifa bara bækur til að æfa sig eða geyma til minja fyrir ættina sína, afkomendur, osfv. Þær eru þá til í handriti.

Þetta umliðna og umdeilda Sölvamál sem hefur tröllriðið samfélaginu að undanförnu hefur vakið upp margvíslegar umræður, deilur og skiptar skoðanir.

Saga mömmu getur kennt fólki ýmislegt um það hvernig ofbeldi má skoða frá ýmsum hliðum, fíknir og skuldasöfnun.

Það þýðir ekki bara að blogga um karllæg málefni, við erum öll manneskjur sem höfum bæði áhuga á karllægum og kvenlægum málefnum býst ég við, bara mismunandi mikið.

Mamma var sparsöm og hagnýt á yngri árum en síðastliðna áratugi hefur skuldasöfnun hrjáð hana og erfið samskipti við flesta úr ættinni.

Það er merkilegt að mamma kom frá fyrirmyndarheimili þar sem aldrei var beitt ofbeldi, en samt lenti hún inná ógæfusamlegri braut, þó án þess að lenda í áfengisvanda. Ég hef komizt að niðurstöðu um þetta, eða kannski fallizt frekar á þá skýringu sem pabbi gaf mér þegar ég var 15 ára, að ofdekur sé rót allra vandamála í samskiptum fólks á milli.

Ég sagði við mömmu að það væri í tízku núna að skrifa bækur þar sem maður væri vælandi yfir lélegu uppeldi og erfiðum uppeldisaðstæðum, að stelpur hefðu engan einkarétt á því að skrifa þannig bækur.

Þekkt er það í fjölskyldum alkahólista að alkahólistinn fær allt til að snúast um sig. Vandamál fíkilsins kemst í aðalhlutverk innan ættanna. Ekki fékk ég nægilega athygli eða frægð fyrir tónlist mína. Ef þessi bók fær meiri athygli reyni ég að fá hana útgefna, ef mamma verður samþykk slíkri útgáfu sjálf.

Af umræðunni um Sölvamálið nýlega að dæma er ofbeldi mjög algengt gegn konum, og opinberu málin sem verða að dómsmálum bara toppurinn á ísjakanum.

Í þessari metoobylgju koma fram viðhorf sem mér hugnast betur en þegar þetta byrjaði. Konur eru farnar að segja að gerendurnir í ofbeldismálunum séu vondir, en samt góðir um leið. Merkileg þversögn og sönn. Fólk er flókið og allskonar. Það er ekki hægt að afgreiða mannverur með einum stimpli eða einu orði einatt. Flóknari umræðu þarf til.

Mamma hefur sjálf beitt andlegu ofbeldi og lent í ofbeldi, en hún notar gjörðir ofbeldismannanna gegn sér sem tól við að stjórna með samvizkubiti.

Það er mín reynsla að það sé val að beita ofbeldi, nema maður sé undir sterkum áhrifum vímuefna eða ófær um að stjórna tilfinningum sínum. Til er samt fólk sem gerir aðra mjög reiða, ég samdi lag sem heitir "Allar konur elska ofbeldi" og er eitt af mörgum lögum á jafnréttisplötum mínum sem fjalla um þessi mál. Ég hef gjarnan notað þá aðferð að segja í textunum beint út það sem liggur í loftinu hjá ákveðnum þjóðfélagshópi en er ekki opinberlega viðurkennt. Það kemur umræðunni áfram.

Ég er kannski bara á höttunum eftir bók eftir mig sem selst eða plötu eftir mig sem selst, eða tóndiski, eitthvað sem hefur ekki látið mig auðgast ennþá, en sem ég vil, auðgast, það er að segja.

Ef karlamenningin væri ennþá allsráðandi væri fólk ekki opinskátt um persónulega hagi sína. Kvennamenningin setur þetta persónulega í forgang. Maður hlýtur að hrífast með þjóðfélagsbreytingum og taka þátt í þeim.

Ég er á þeirri skoðun að ef þöggunarvaldið hennar mömmu hefði ekki ráðið hefði hún frekar fengið aðstoð við sín mál. Í sápuóperum samtímans er margt svarthvítt í fyrstu, en eitthvað má af þeim læra.

Almennt má um þetta segja að algengara er en margan grunar að fólk sé bæði þolendur og gerendur. Ofbeldishneigð býr í konum og körlum jafnt en brýzt út á mismunandi hátt, meira í líkamlegu ofbeldi hjá körlum en andlegu og félagslegu ofbeldi hjá konum.

Ætli það sé ekki rétt að tala um ofbeldisfíkn í fólki. Þetta losar um ákveðin boðefni í líkamanum sem eru skyld boðefnum sem tengjast kynlífi og öðrum nautnum lífsins.

Ég get fallizt á að svona metoobylgjur séu til bóta ef þær leiða til aukins mannskilnings en ekki nornaveiða og múgæsings dómstóls götunnar. Sömu manngerðir og nú eru andrasistar komu fasistum til valda fyrr á öldum. Sama múgæsingin liggur þar til grundvallar. Það er eins með þessu persónulegu mál. Ofsótta fólkið þarf ekki að vera mestu skrímslin. Við erum öll skrímsli, bjánar og gott fólk um leið.

Þegar ég fór að búa til kvæði eða dægurlagatexta með ögrandi titlum í andstöðu við ríkjandi skoðanir fór ég í skóla Megasar, Sverris Stormskers og Bob Dylans. Ég vona að þau kvæði verði metin að verðleikum í tímans rás, sem opinberandi kveðskapur inní þjóðfélagsumræðu sem hallast að fórnarlambavæðingunni en ekki öllum sjónarhornum umbúðalausum.

Í klámvæðingu og hlutgervingu nútímans er ofbeldisumræðan aðeins eitt horn af mörgum. Hvernig ætla íslenzkir femínistar að vernda íslenzkar konur á meðan við lifum í alþjóðlegu umhverfi þar sem völdin færast sífellt til útlanda, til stórfyrirtækja og milljarðamæringa? Það er þversögn, og því meiri möguleikar á að íslenzkir femínistar næðu árangri með lokunarstefnu þeirri sem þeir saka "öfgalýðskrumshægriflokkana" um að beita.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 18
  • Sl. sólarhring: 19
  • Sl. viku: 622
  • Frá upphafi: 132075

Annað

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 515
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband