Lúkasarguðspjall, nútíminn, hýslar, húmanistar.

Í Lúkasarguðspjalli, tólfta kafla er hinn merkilegi texti um þann sem hefur vald til að varpa í Víti, eftir að hafa deytt líkamann. Þar sem Gehenna var talið ruslahaugur, staður til að eyða sorpi, má túlka þetta þannig að sálum hinna fordæmdu verði eytt og tilvera þeirra taki þar með enda fullkomlega.

Hvort þetta er ekki réttlátur endir fyrir syndara er spurning. Í þessari jarðvist okkar höfum við séð fólk varpa frá sér sálum sínum endanlega og sýna enga iðrun í neinu, eins og sköpun Guðs sé nákvæmlega einskis virði, sama hvað það er. Hins vegar hefur verið svo yfirdrifið nóg af hræsninni að sannleikurinn hefur oft týnzt.

Menn hafa forherzt í hverju skrefi syndarinnar og sannfærzt um yfirburði sína og að trúarbrögðin séu nú bara gömul kjaftasaga fyrir börn. Sérstaklega þó þeir sem hafa völd og áhrif. Vísindin, tæknin, sérstaklega erfðafræðin og að búa til nýjar erfðabreyttar lífverur, að verða loks eins og guð, gera hann óþarfan alveg helzt.

Maður sannfærist um formyrkvun og forherðingu með því að lesa DV og sumar athugasemdir þar fyrir neðan fréttir. Þar var nýlega kona sem spurði:"Sál? Hvað er það?"

Önnur kona í kommentaham reiðinnar sagði að það væri gott að mannkynið væri að deyja út því við værum of mörg. Ekki bara heimska, heldur fullkominn skortur á hugsun, eins og viðkomandi væri zombíi, vélmenni, endurtæki eitthvað án skilnings og mennsku.

Þegar fólk tapar sálum sínum fer það að hegða sér óskynsamlega og loks djöfullega. Þetta erum við að verða vitni að.

Það gleður mig að til eru þeir sem sjá hversu margir eru orðnir hýslar og hafa afsalað sér mennskunni, óafvitandi eða viljandi. Þrátt fyrir aukna helstefnu er vitundarvakning að eiga sér stað, það er gleðiefnið, ekki helstefnan. Bóluefnamálið er það síðasta í langri röð hluta sem gerðust bakvið tjöldin. Rétt er það að hæpið er að aftur sé snúið héðan af.

Það undrar mig hvað guð er þolinmóður, að hann skuli setja fólk í próf (ekki bóluefnapróf, heldur er lífið allt eitt próf) þótt vita megi niðurstöðuna fyrirfram. Það virðist benda til þess að innámilli séu einhverjir sem læra af vitleysunni í helvítunum.

Annars er þessi jarðvist áhugaverð fyrir aðrar sakir einnig. Ef við trúum orðum Krists, sem við eigum að gera ef við teljum okkur kristin, þessum orðum úr Lúkasarguðspjalli um eyðingu sálarinnar, þá erum við að verða vitni að merkilegum atburði, dauða sálna og þar með útþurrkun tilverunnar, ekki bara hina efniskenndu.

Það má vera til votts um að guð sé orðinn langþreyttur á okkur flestum, syndinni og skortinum á öllu skyni. Einnig má búast við því að fólkið sem fattar ekki að það var með sál sem það missti láti sér standa á sama og verði jafnvel fegið að losna við þessa tilveru í eitt skipti fyrir öll.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 14
  • Sl. sólarhring: 40
  • Sl. viku: 618
  • Frá upphafi: 132071

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 511
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband