3.5.2021 | 21:39
Við þurfum fleiri eins og Jón Valur Jensson var
Það er orðið langt síðan Gunnar Rögnvaldsson hefur bloggað, hann er einn af þessum mikilvægu bloggurum sem nú standa sjálfstæðisvaktina. Annars vil ég í þessum pistli rifja upp hversu áhrifamikill Jón Valur Jensson var sem lézt árið 2020. Hann var virkur í mörgum fjölmiðlum, alltaf vel máli farinn, rökfastur og sannur þjóðernissinni, vel kristinn að auki.
Sá maður hefði átt að komast inn á þing og verða alþingismaður, hann hefði unnið okkar þjóð mikið gagn. Hann var hluti af Íslenzku þjóðfylkingunni, og ef sá flokkur hefði fengið nægilegt fylgi á meðan hann var á lífi hefði hann vafalaust orðið þingmaður og staðið sig með prýði.
Það er nú svona réttlætið heimsins, það er oft í hæsta máta öfugsnúið. Ég segi það að þjóðin og landið hefur misst mikið að missa Jón Val Jensson. Þótt nú sé liðið rúmlega ár síðan hann lézt vil ég minnast á það fyrir hvað hann stóð. Hann stóð fyrir sjálfstæði, veru utan ESB, baráttu gegn fóstureyðingum, kristna trú og siðferði og margt fleira.
Hversu margir á aldri Áslaugar Örnu ráðherra hafa til að bera þroska á við hans og sýn yfir landsmálin og söguna? Ánægjulegt ef það væru sem flestir, en kannski ekki neinn. Það er auðvitað ekki vegna þess að þetta tvítuga fólk sé ekki jafn skynsamt og fólk af hans kynslóð, heldur hefur uppeldi þeirra verið fábreytnara að mínum dómi, og ofdekursuppeldi, þetta er forréttindalið. Að missa tengslin við aldamótakynslóðina er það sem veldur ákveðinni firringu og skorti á margskonar skoðunum og viðmiðum. Þessvegna hefur Áslaug Arna fengið á sig gagnrýni, Katrín forsætisráðherra og orðið ráðherrabörn verið notað.
Þrátt fyrir allt tek ég þó eftir að fólk á öllum aldri skrifar vel ennþá, vandar sig og leggur sig fram á ýmsan hátt. Jón Valur Jensson var bara perla og rétt að minnast hans þannig.
Ég ítreka það að ég skil ekki hvers vegna Íslenzka þjóðfylkingin fær svona lítið fylgi og þannig flokkar. Endurreisn hefst ekki fyrren slíkir flokkar komast til valda.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Yrði heimurinn betur staddur ef Rússar myndu tapa Úkraínustrí...
- Joe Biden hefði ekki þurft að veita Hunter Biden sakaruppgjöf...
- Vargöld leynist grá, ljóð frá 2. desember 2024.
- Fyrstu tölur ekki samkvæmt skoðanakönnunum - hægribylgja eða ...
- Allir þykjast vita hvað er manni fyrir beztu, ljóð frá 23. ap...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.12.): 6
- Sl. sólarhring: 104
- Sl. viku: 461
- Frá upphafi: 128325
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 347
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.