Nálgumst við Evrópusambandsaðildina á meðan unga kynslóðin í flokkunum þekkir ekki þjóðlegu gildin nógu vel?

 

Margir telja að mikil hætta sé á að næst verði mynduð vinstristjórn, þar sem fjórir vinstriflokkar eða fimm reyni að mynda stjórn án Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins, ef Samfylkingarfólk fær að ráða, samkvæmt þeirra orðræðu. Má þá vel búast við því að þesskonar klessukubbastjórn verði óstöðug og óstarfhæf og muni ekki sitja út kjörtímabilið endilega.

Það er mikill áhugi á einhverskonar hreinni vinstristjórn meðal þeirra sem aðhyllast slíkar skoðanir, en þessir flokkar eru samt nokkuð fjölbreytilegir og ólíkir þannig að ekki er þar með sagt að samstarfið myndi ganga smurt og snurðulaust.

Kannski vegna þess að ég hef oft hlustað á pabba hrósa Evrópusambandinu finnst mér það ekki alveg útilokað að eitthvað jákvætt myndi fylgja inngöngu í Evrópusambandið. Hann er Samfylkingarmaður og margir í föðurættinni minni.

Að mörgu leyti er það rétt að við höfum nú þegar innleitt stærsta hluta regluverksins frá Evrópusambandinu í gegnum Evrópska efnahagssvæðið og Schengen. Þess vegna ættu þeir sem fjalla um þetta að fara með umræðuna á þennan stað, hvað vill fólk, yfirgefa þetta allt? Það er vissulega mögulegt og kostir í því felast en gallar líka.

Afi minn Jón var mikill spekingur á sína vísu og lifði samkvæmt sínum skoðunum sem sannur Sjálfstæðismaður, með eigin rekstur véla og bílaverkstæðis allt sitt líf. Hann vildi að Ísland færi úr Schengen og Evrópska efnahagssvæðinu og sagði að Jón Baldvin hafi samið af okkur fullveldið, og var mjög ósáttur við slíkt.

Vissulega er það rétt að umræðan um Evrópusambandið og Evrópusambandsaðildina er ekki lengur í tízku, eftir allar þær hremmingar sem Evrópusambandið hefur lent í, umdeild innflytjendastefna Merkels ber kannski þar hæst.

Samt erum við á einhvern hátt að færast nær Evrópusambandinu, því gömlu og þjóðlegu gildin eru frekar fjarlæg fólki eins og Áslaugu Örnu og fólki af hennar kynslóð. Á meðan þetta fólk aðhyllist alþjóðavæðingu færumst við nær Evrópusambandinu, sem er holdgervingur alþjóðavæðingarinnar á einhvern hátt, þar sem menning hvers lands fyrir sig samlagast heildarmenningu og heimssýn sambandsins, gildum þess og reglum.

Ef unga fólkið kýs frekar markaðstækifæri, fjölmenningu, alþjóðavæðingu og Mammon, ekki sveitarómantík eða hetjuhugsjónir fornsagnanna má segja að hættan á vinstristjórnum aukist, og hættan á aðild að Evrópusambandinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Skilgreining þín á vinstriflokkum sem gætu komið að ríkisstjórn er skringileg ef þú heldur að þeir séu fjórir, jafnvel fimm. Ertu að miða við yfirlýsta stefnu eða raunverulega?

Guðmundur Ásgeirsson, 21.4.2021 kl. 00:17

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Já Guðmundur, það er oft gjá á milli yfirlýstrar og raunverulegrar stefnu. Formaður Íslenzku þjóðfylkingarinnar hefur til dæmis skrifað um það hér á blogginu að þeirra flokkur sé eini raunverulegi hægriflokkurinn. Hann heitir Guðmundur Karl Þorleifsson. 

Ég er vissulega að vísa í raunverulega stefnu í framkvæmd. Svo er annar ágætur maður, Gunnar Rögnvaldsson, sem skrifar mikið um ESB, hann flokkar Sjálfstæðisflokkinn sem jafnaðarmannaflokk. Mig minnir að sjálfur Eiríkur Bergmann hafi í sjónvarpsviðtali sagt að Sjálfstæðisflokkurinn beri mest einkenni jafnaðarmannaflokks, með kapítalísku ívafi. Viðreisn, klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum sem að vísu byggist mikið á kapítalisma er samt nær Samfylkingunni.

Ótvíræðir vinstriflokkar eru: Sósíalistaflokkurinn, Píratar, Vinstri grænir, Samfylkingin, (þar eru komnir fjórir), og svo má ekki gleyma Alþýðufylkingunni, sem Þorvaldur Þorvaldsson yfirleitt er í forsvari fyrir, sá flokkur birtist oft rétt fyrir kosningar þótt hann nái ekki á þing. Þar eru komnir fimm. 

Ég flokka Pírata sem vinstriflokk því undir forystu Sunnu hafa þeir talað með lítilsvirðingu um hægriflokka, Sjálfstæðisflokk og Miðflokkinn og sumir Píratar útilokað samstarf við þá, og þar með eru þeir á sömu nótum og Samfylkingin.

Þessi hugtök eru talsvert á reiki. Eru Vinstri grænir vinstriflokkur ennþá? 

Þegar ég segi fjórir eða fimm vinstriflokkar er ég líka að gera ráð fyrir litlum flokkum sem gætu orðið til fyrir kosningar, sem Samfylking og Vinstri grænir gætu tekið með sér. Svona er stjórnmálalandslagið í dag, allt fullt af litlum flokkum. Ég taldi réttara að auka við fjöldann frekar en að draga frá, miðað við hvernig þetta gæti orðið í haust þegar kosið verður.

Ingólfur Sigurðsson, 21.4.2021 kl. 11:16

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Píratar eru ekki vinstriflokkur. Alþýðufylkingin er vissulega vinstriflokkur en ekki á leið inn á þing. Svo er alls óvíst hvort sósíalistar komist inn á þing.

Guðmundur Ásgeirsson, 21.4.2021 kl. 12:26

4 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Rétt er það, samkvæmt opinberu skilgreiningunni, frjálslyndur miðjuflokkur er skilgreining sem ég finn. Engu að síður, flokkur sem vill ekki vinna með Sjálfstæðisflokknum er af mörgum talinn vinstriflokkur, en Sjálfstæðisflokkurinn er í hugum landsmanna öflugasti hægriflokkur landsins, sem stærð hans gefur til kynna, og stefna. Er það ekki eðlilegt að fólk telji Pírata til vinstriflokks miðað við orðræðu þeirra? Það má samt kalla Pírata ungan flokk í þróun. 

Ég er sammála skilgreiningu nafna þíns í Íslenzku þjóðfylkingunni. Þeir eru með sanna hægristefnu. Hvernig er hægt að skilgreina núverandi stjórn? Kapítalísk vinstristjórn finnst mér ágætt heiti, eða kapítalísk jafnaðarstjórn.

Ég tek líka undir það að hvorki Alþýðufylkingin né Sósíalistaflokkurinn eru sennilegir til að komast inn á þing, frekar þó sósíalistar.

Engu að síður, pælingin er þessi: Ef við fáum svona stjórn: Samfylking, Viðreisn, Vinstri grænir, Framsókn, Píratar þá er frekar hægt að tala um vinstriáherzlur. Svona stjórn gæti endurvakið umsóknaraðildina að ESB. 

Ingólfur Sigurðsson, 21.4.2021 kl. 14:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.1.): 96
  • Sl. sólarhring: 119
  • Sl. viku: 939
  • Frá upphafi: 131549

Annað

  • Innlit í dag: 90
  • Innlit sl. viku: 724
  • Gestir í dag: 87
  • IP-tölur í dag: 85

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband