19.4.2021 | 11:37
Sökin er foreldranna sem höfnuðu reglum feðraveldisins
Börn í ríkisstjórninni, Bjarni Ben lætur ekki gamla og þroskaða fólkið stjórna, heldur óvitana. Er hægt að sakast við unga Íslendinga sem varla eru talandi eða skrifandi á íslenzku, eða er þetta foreldrunum að kenna?
Annars vil ég tengja þessi vandræði með lélega stjórn á landamærum við umdeildan þátt Gísla Marteins síðast, nektaratriði og afburðalélegt málfar Bassa Maraj og fleiri af hans kynslóð. Kvenráðherrar í ríkisstjórn, sem sumir nefna börn, allt er þetta hluti af sama vandamálinu. Börn vilja vera börn áfram, þau neita að þroskast, nema foreldrarnir sjái til þess að um annað sé ekki í boði, með aga, reglum og stjórn á sínum börnum.
Mér finnst ekki endilega hægt að sakast við Bassa Maraj og krakkana af hans kynslóð. Hafa foreldrarnir ekki verið að feta sömu braut hægt og rólega með dekri við allt sem er útlent og minnimáttarkennd gagnvart íslenzkri menningu og þjóðlegum hefðum, sem er algjör óþarfi? Foreldrarnir fá bara sjokk þegar þeir fá svona spegil uppí andlitið, að svona er nú uppeldið og afraksturinn af því, agaleysinu, hefðaleysinu, virðingarleysi fyrir því gamla og góða.
Sýnir hvernig eitt smit breytir öllu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Líta femínistar í eigin barm? Er ástæða fyrir bakslaginu?
- Jahve er djöfullinn og hann stendur á bakvið öll stríð, og er...
- Sjálfstæðismenn þurfa að sinna menningarmálum meira
- Vinstrimenn ættu að skammast sín, en ekki hægrimenn. Mengun e...
- Dyrfjöllin að Hábraut 4 í Kópavogi - í bernskuupplifun minni
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 79
- Sl. sólarhring: 154
- Sl. viku: 648
- Frá upphafi: 127084
Annað
- Innlit í dag: 45
- Innlit sl. viku: 495
- Gestir í dag: 42
- IP-tölur í dag: 42
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gamla Testamenntið er bæði hötuð og elskuð bók. Hún hefur margt gott fram til að bera, og þá helst að hún kennir komandi kynslóðum að velja leiðtoga sem eru karlkyns og hafa Guð að leiðarljósi.
Nú hafa menn séð hver árangurinn er af því að snúa þessu við, og vonandi taka menn aðra stefnu í stjórn landsins innann skamms. Ef ekki, fer illa !
Loncexter, 19.4.2021 kl. 17:16
Gamla og Nýja testamentið bæta hvert annað upp. Það er mikil prófraun að vera hluti af svona syndaspilltum heimi, en maður reynir sitt bezta, Loncexter.
Ég tel að afleiðingar syndanna séu komnar í ljós nú þegar. Kannski verður stefnubreyting hjá mörgum, vonandi.
En pólitíkin mun kannski ekki taka mið af því á næstunni. Elíta sem hefur fjarlægzt Guð getur orðið mjög þrjózk á þeirri leið. Takk fyrir innlitið. Gott að vita að til sé fólk sem vill leiðbeina og hjálpa.
Ingólfur Sigurðsson, 20.4.2021 kl. 02:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.