16.4.2021 | 12:21
Samherjamálið og RÚV
Maður fyllist af skömm yfir Samherja og það hvernig Færeyingar sjá hvers konar andstyggðarkapítalismi hefur verið þar á ferðinni, samkvæmt Helga Seljan og RÚV. Ég veit að Færeyingar eru hið bezta fólk, þeir eru vel kristnir upp til hópa og heiðarlegir, indælir viðkynningar, það er sú mynd sem ég hef fengið af þeim Færeyingum sem ég hef kynnzt.
Þrátt fyrir að sennilega stærstur hluti okkar Íslendinga sé heiðarlegt og guðhrætt fólk, upp að einhverju marki, þá eru hér inn á milli hákarlar sem gefa lítið eftir hákörlunum á Wall Street. Við tökum það versta úr bandarísku samfélagi, en erum hluti af evrópskri menningu að hluta til á sama tíma. Ég held að kominn sé tími á að gera upp hernámsárin af meiri heiðarleika en áður, og þau áhrif sem komu inní landið þá. Ísland hefði getað þróazt á marga vegu.
Hrunið á bandarísku bönkunum 2008 og hrunið á Íslandi á sér alveg sömu rætur, sami óheiðarleikinn var þar á ferðinni. Þar vildi menn græða úr hófi fram og gættu ekki að sér þannig að aðrir sátu í súpunni í kjölfarið. Goldman-Sachs og Lehman brothers, siðferðisgildi þeirra hjá Samherja virðast ekki skárri, ef Helgi Seljan og hans fólk á rannsóknarblaðadeildinni hjá RÚV hafa rétt fyrir sér. Það versta er kannski að það er eins og sumir forstjórar og valdhafar hafi ekkert lært af hruninu. Sumir segja að það sama eigi við annarsstaðar líka.
Önnur siðferðisgildi voru ríkjandi á Íslandi fyrir miðja síðustu öld. Þau voru alkristileg.
Þá var það lenzka að vinna sem mest fyrir lítið kaup, nú er það lenzka að vinna sem minnst fyrir sem hæst kaup. Margt mætti læra af fyrri kynslóðum, margt gott og þarflegt.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Líta femínistar í eigin barm? Er ástæða fyrir bakslaginu?
- Jahve er djöfullinn og hann stendur á bakvið öll stríð, og er...
- Sjálfstæðismenn þurfa að sinna menningarmálum meira
- Vinstrimenn ættu að skammast sín, en ekki hægrimenn. Mengun e...
- Dyrfjöllin að Hábraut 4 í Kópavogi - í bernskuupplifun minni
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 112
- Sl. sólarhring: 164
- Sl. viku: 681
- Frá upphafi: 127117
Annað
- Innlit í dag: 63
- Innlit sl. viku: 513
- Gestir í dag: 60
- IP-tölur í dag: 60
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.