Aukin völd og áhrif Svíþjóðardemókrata gera Ísland og Noreg einmana í úreltri innflytjendastefnu No borders baráttufólks.

Nú líður brátt að kosningum og einhverjar nýjungar eða breytingar þarf að fjalla um.  Stórmerkileg og í hæsta máta gleðileg frétt var í DV nýlega með þessu heiti: "Svíþjóðardemókratarnir komast til áhrifa á sænska þinginu" Þar með er útskúfun á þeim flokki lokið, og barátta þeirra ber sýnilegan árangur. Moderaterne, Kristilegir demókratar og Frjálslyndir hafa loks sýnt áhuga á að starfa með þeim, læra af þeim og njóta stuðnings þeirra. Ulf Bjereld, prófessor í stjórnmálafræði við Gautaborgarháskóla kemur með þá yfirlýsingu að þetta marki tímamót í sænskri stjórnmálasögu. Þar með færist Svíþjóð á sömu braut og Danir hafa verið, með aukinni hörku í innflytjendamálum, og skynsamlegri stefnu þar. Eftir verða Noregur og Ísland, ekki veit ég hvernig þessu er háttað í Færeyjum.

 

Þetta hlýtur óhjákvæmilega að verða hluti af umræðunni fyrir kosningar, og breytingum á vinstriflokkunum á Íslandi. Sama hvernig lýðskrumsbarnaskapurinn í Loga í Samfylkingunni, Sunnu í Pírötum eða Þorgerði í Viðreisn eða þeirra undirmönnum verður þess efnis að ótakmarkað pláss og fjármagn sé fyrir hjálparstarf og aðstoð við flóttafólk á Íslandi hlýtur þetta að berja á þeirra dyr og koma af stað breytingum í þeirra flokkum.

 

Miðflokkurinn og ýmsir smáflokkar hafa verið ábyrgir, en varla aðrir.

 

Ég kalla eftir umræðum um þetta á Íslandi, bæði í fjölmiðlum og meðal almennings. Þetta er heitt umræðuefni útum allan heim og varla getur Ísland verið undanskilið í þeim efnum, og varla getum við Íslendingar verið svo úreltir að við séum 20 - 30 árum á eftir tímanum í þessari umræðu, eins og oft hefur gerzt í fortíðinni.

 

Sjálfstæðisflokkurinn kemur fram sem hver annar miðjusækinn og kapítalískur jafnaðarmannaflokkur, og ekki veit ég hvort menn þar á bæ hafi áhuga á að leita í þessar ævafornu rætur sem til voru við stofnun flokksins og kemur fram í nafninu á flokknum.

 

Sósíalistaflokkurinn er eini flokkurinn á þinginu sem ég held að verði alveg ósnortinn af þessu, hann virðist hreinn og ómengaður kommúnistaflokkur af gamla skólanum.

 

Við lifum á spennandi tímum. Kannski verða næstu alþingiskosningar spennandi eftir allt saman, ef þróunin hér á landi verður á sömu lund og annarsstaðar á Norðurlöndunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.1.): 36
  • Sl. sólarhring: 63
  • Sl. viku: 743
  • Frá upphafi: 131949

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 612
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband