Hvað eru ástarfordómar?

Þetta samfélag okkar er fullt af aldursfordómum og ástarfordómum. Kynþáttafordómar og útlitsfordómar eru liðin tíð, einungis gömul og úldin hræ, leifar liðinna áratuga sem hverfa eins og aska í vindinum þess sem brunnið er til grunna og kemur kannski aldrei aftur.

 

Ég harma ekki að fitufordómar deyja og hverfa. Kynþáttafordómarnir tel ég að gegni hlutverki, að vernda kynþættina, sem mér finnst mikilvægt og nauðsynlegt. Til að halda útlitseinkennum þarf að flokka fólk eftir útliti og setja reglur um hjónabönd á þeim grundvelli og ganga hart eftir því að slíkum reglum sé fylgt, eins og öðrum landslögum.

 

Ástarfordómar eru þó til, að ekki er talið æskilegt að öll sambönd þróist, dafni og verði til. Sérstaklega lenda þeir í aldursfordómum sem vilja brúa aldursbilið í parasamböndum um meira en 30 ár eða svo. Á öfgafemínismatímum eins og þessum þykir það jafnvel skárra að fimmtugar konur séu með tvítugum körlum en fimmtugir karlmenn með tvítugum skvísum - svona í mörgum kreðslum að minnsta kosti, sem mengaðar eru af öfgafemínisma, og þær eru margar, þetta er opinber og eitruð stefna svo sem.

 

Mikið er það sorglegt hvað fólk fer mikils á mis ef það lærir ekki af persónulegum samskiptum. Það er á margan hátt eðlilegt að ástin eða áhuginn vakni þar sem fólk er ekki alveg á sama aldri og eitthvað nýtt og framandi er hægt að læra af makanum eða hinum aðilanum. Það eru nefnilega nógu mörg ljón í veginum í svona ástarsamböndum til að maður sé ekki að gera sér erfiðara fyrir með því að búa til ennþá fleiri hindranir með því að útiloka sjálfan sig eða aðilann sem maður hrífst af og hefur áhuga á, eða búa til afsakanir til að samböndin gangi ekki upp.

 

Enda er sorglega staðreyndin sú að við nútímamenn hér á vesturlöndum höfum rána svo hátt stillta að flest sambönd lenda í erfiðleikum og fólk skilur oftar en ekki, um lengri eða skemmri tíma. Kröfurnar eru svona miklar, væntingarnar, fullkomnunaráráttan og allt það, og eiginlega er það komið úr hófi fram.

 

Sumir eru draslfengnir, aðrir eru fíklar, eða glíma við andlega eða líkamlega kvilla eða vandamál af einhverju tagi.

 

Búið er að flokka samskipti svo í hel að fullkomið jafnræði á milli para er sjaldan eða aldrei til, eiginlega alltaf kúgar annar aðilinn hinn aðilann, þótt ekki sé nema örlítið. Því er það rangt að segja að eitthvað sé óðlilegt við það, fyrst mannskepnan sækir alltaf í þetta sama far, ef maður er hreinskilinn við sjálfan sig og aðra.

 

Karlmaður sem er karlremba getur fengið samvizkubit ef hann þekkir sjálfan sig og karlrembutilhneigingar sínar, og þetta samvizkubit getur staðið í vegi fyrir því að hann leiti á náðir konunnar eða sýni henni áhuga, hann getur dæmt sjálfan sig úr leik fyrirfram sem of mikinn gallagrip til að vera í sambandi. Svoleiðis fullkomnunarárátta er mjög skyld þeirri fullkomnunaráráttu sem langflestar konur þekkja, að þær telja sig mega grennast eitthvað, mikið eða lítið, eða vilja breyta útliti sínu á annan hátt, eða innræti.

 

Þar með missir fólk af miklu skemmtilegra lífi því það setur hindranir fram fyrir sig og aðra. Jú, væntanlega geta allir bætt sig, en hversu mikla þolinmæði hefur maður, er ekki stundum betra að bæta sig í sambandi en í einsemd?

 

Að vísu komum við þá að öðrum algengum öfgum, að reyna að breyta hinum aðilanum, og að setja endalausa þolinmæði í það verk. Þá er maður kominn í fórnarlambshlutverkið, og nauðsynlegt að þekkja meðalhófið, kunna að segja við sig hvenær nóg er komið af þolinmæði gagnvart hinum aðilanum sem reynir ekki sitt ýtrasta til að bæta sig.

 

Já, þetta er að þræða hinn gullna meðalveg.

 

Að vissu leyti ætti maður að vera feginn að kynnast göllum fólks snemma. Það sýnir ákveðna hreinskilni ef fólk reynir ekki að leyna göllum sínum, og ef fólk jafnvel segir frá þeim að fyrra bragði, eða talar út um eitthvað sem kannski mætti betur fara.

 

Algengt er að lúmskasta ofbeldið vaxi og dafni og verði óviðráðanlegt þegar bleiku fílarnir í stofunni eru faldir og eru bannorð.

 

Þessi fallegu blóm sem ástin skapar þau gefa lífinu gildi. Án þeirra yrði allt kalt og snautt, tilgangslaust. Þau geta verið börn, afkvæmi, gleðistundir, þroski, jafnvel grátur og sársauki, því allt svoleiðis kennir manni eitthvað líka. Það er þó skárra en flatneskja tilfinningalífsins, að þora ekki að taka áhættu og kynnast öðrum.

 

Femínisminn á ekki að vera refsivöndur frekar en bókstafstrúin var refsivöndur í gegnum aldirnar. Af hverju er femínisminn svona heilög kú að ekki megi hrófla við henni?

 

Jæja, þjóðfélagið þróast einhvernveginn, og það er lítið mark tekið á okkur sem ekki erum meðfæddir femínistar frá uppeldinu, því miður. Að minnsta kosti af vinstrisinnuðu elítunni sem svo miklu ræður á vesturlöndum.

 

Ég reyni hins vegar að skoða málin frá mörgum hliðum, og ekki alltaf það sama sem ég hef áhuga á.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.1.): 36
  • Sl. sólarhring: 64
  • Sl. viku: 743
  • Frá upphafi: 131949

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 612
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband