Er núverandi ríkisstjórn sú skásta í stöðunni?

Málamiðlunarstjórnmál eru raunstjórnmál en ekki loforðastjórnmálin fyrir kosningar,  eða ídeulógíustjórnmálin í loftköstulum draumóramanna einsog Gunnars Smára Egilssonar erkikomma. Í öllum flokkum er eitthvað eftir af ídeulógíustjórnmálum eða draumórastjórnmálafræðinni, en hvernig eru verkin sem eftir standa?

 

Hvað er átt við þegar sagt er "börn á ráðherrastóli?" Er þá átt við ungan aldur ráðherranna, reynsluleysi þeirra eða barnaskap í ákvarðanatöku og einfeldni eða allt þetta? Sérstaklega þetta tvennt síðarnefnda myndi ég halda.

 

Mín draumaríkisstjórn yrði sú þjóðlega þjóðernisjafnaðarstjórn sem fæstum myndi hugnast, þannig að ég verð að sætta mig við það sem er í boði. Björn Ingi sagði í nýlegu viðtali einhversstaðar að kosningasigrar ynnust frá miðjunni, og þetta er að því leytinu satt að þar er oft almenningur.

 

Samfylkingin hefur verið að sækja í sig veðrið, en nýleg innkoma og valdataka Rósu Bjarkar sem í hugum margra er tengd við öfga og uppnám hefur sennilega valdið fylgishruni hjá flokknum, í skoðanakönnunum. Eru það brjóstgæðin óhóflegu sem eru að fella Samfylkinguna einusinni enn?

 

Í Silfrinu síðast kom fram áhugaverð umræða um það hvort Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkurinn ásamt Framsókn gætu endurnýjað umboðið og önnur alveg eins ríkisstjórn tekið við eftir kosningar? Þrátt fyrir öll gremjuefnin hjá mér með stjórnina á kjörtímabilinu finnst mér þetta ekki alveg fráleitt.

 

Hvað annað er í boði? Miðflokkurinn er beittur félagslegu ofbeldi af vinstriflokkunum og því litlar líkur á að hann geti haft áhrif í ríkisstjórn eða utan hennar. Þar með er hann úr leik, eins og Flokkur fólksins, sem nær ekki nægilegri stærð til að hafa mikil áhrif.

 

Píratar, Viðreisn, geta svona flokkað gert eitthvað gagn? Kannski. Alla vega er það mjög rétt hjá Styrmi Gunnarssyni að hættan á hreinni vinstristjórn er mjög mikil núna. Í því ljósi er kannski endurnýjun þessa stjórnarsamstarfs einn skásti kosturinn í stöðunni. Samt eru þessir flokkar ekki nema svipur hjá sjón, og órafjarri sínum upprunalegu stefnumálum og hugsjónum, sem er dapurlegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Ingólfur.

Reynsluleysi er óháð aldri en er andhverfan við reynslu, þroskað fólk, vel gefið fólk er fljótt að vinna á slíkum annmörkum, reynsluleysi hefur því ekkert að gera með blessuð börnin í ráðherrastólum Sjálfstæðisflokksins.  En barnaskapur í ákvarðanatöku og einfeldni í allri framsetningu ásamt því að grípa til barnalegra frasa úr æskulýðsskóla Sjálfstæðisflokksins sem kenndur er við SUS, það markar stimpilinn sem blessuð börnin hafa á sér.

En ég er sammála þér um núverandi stjórnmálaflokka, byrjaði kannski ekki vel hjá þeim, en þeir hafa staðist prófið stóra, að stýra landinu til gæfu á tímum heimsfaraldursins.

Hefðu aðrir flokkar getað gert með svipuðum árangri?

Það er spurningin en þeir sem eru svag fyrir vitleysingastjórnmál, eru ekki beint líklegir til þess.

Það er ömurlegt að sjá hvernig draumurinn um sameiningu vinstrimanna endaði.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.2.2021 kl. 20:39

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Ég þakka fyrir innlitið og greinagóða lýsingu á ástandinu, Ómar. Ég fagna því að þú skulir aftur vera orðinn virkur á blogginu, þú tekur ekki málin neinum vettlingatökum og það finnst mér nauðsynlegt, öfugt við þá sem varla eða ekki þora að tjá sig. 

Raunar finnst mér barnaskapurinn og ruglið víðar en hjá Susurum eða Sjálfstæðismönnum. Áslaug Arna gerir sumt vel en annað ekki, eins og gerist og gengur. Mér finnst of mikið gert af því að kollvarpa einhverju sem er fyrir, og koma með breytingar, á grundvelli hugmyndafræði sem er ný vissulega en stendur bara á veikum grundvelli.

Ég er sammála þér að sameining vinstrimanna er sorgarsaga. Nú hafa hægrimenn tekið upp svipuðu athæfi, að dreifa sér á marga flokka, og sama sorgarsagan virðist vera að endurtaka sig þar... Viðreisn, Flokkur fólksins, Miðflokkurinn, og eftir stendur Sjálfstæðisflokkurinn margklofinn, sennilega til frambúðar.

Mér finnst sumir ráðherrar vera að vaxa af reynslunni og er það gott, eins og þú segir, mörkin eru ekki alveg skýr á milli bjána og snillinga, í sumum málum getur maður verið bjáni og snillingur í öðrum. 

Ég hefði viljað sjá Brynjar Níelsson sem ráðherra og Ásmund Friðriksson. Þessi femínistagrey mega alveg væla, þau kannski myndu eitthvað læra af svona mönnum sem vilja stjórna í anda hefðarinnar og reynslunnar.

Kveðjur að sunnan.

Ingólfur Sigurðsson, 25.2.2021 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 112
  • Sl. sólarhring: 113
  • Sl. viku: 777
  • Frá upphafi: 127404

Annað

  • Innlit í dag: 87
  • Innlit sl. viku: 574
  • Gestir í dag: 83
  • IP-tölur í dag: 80

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband