24.2.2021 | 11:16
Við erum á landi mikilla jarðskjálfta
Þegar Suðurlandsskjálftinn árið 2000 kom var sagt að enn stærri skjálftar gætu komið síðar
Flestir núlifandi Íslendingar muna eftir Suðurlandsskjálftanum árið 2000. Þá sögðu fræðimenn að fjórðungur orkunnar hefði losnað úr læðingi og óvíst væri að vita hvort hitt myndi losna í mörgum smáum skjálftum eða jafnvel nokkrum býsna stórum.
Við á Suðvesturhorninu vitum að þetta er happadrætti, hvort þeir verða nálægt byggð og svo hversu sterkir þeir verða. Annars er mikilvægt að halda ró sinni og fylgja fyrirmælum.
Ég man þegar skjálftarnir komu í fyrra gat ég verið rólegur yfir þeim og hugsað að eitthvað væri þó venjulegt, og að almættið gæti sent fleiri hörmungar en bara farsótt, og mér varð hugsað til ársins 1918, þegar margt hörmulegt gerðist í einu, en það ár var eitt stærsta sjálfstæðisár þjóðarinnar samt.
Það er margt sem bendir til þess að það erfiðleikatímabil sem hófst í fyrra sé ekki að baki enn fullkomlega.
Gott er að róa sig við orð afa, sem lýstu miklu æðruleysi, en hann var vanur að segja þegar eitthvað bjátaði á: "Þetta fer allt einhvernveginn".
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 94
- Sl. sólarhring: 99
- Sl. viku: 759
- Frá upphafi: 127386
Annað
- Innlit í dag: 79
- Innlit sl. viku: 566
- Gestir í dag: 76
- IP-tölur í dag: 73
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.