Mikil snilld í austrænum fræðum

Mér finnst ég oft hafa gott af því að lesa það sem konur skrifa. Hvort sem það er út af þeirra uppeldi, eðli eða menningu koma þær oft með nálgun á hlutina sem ég er kannski ekki alltaf sammála, en finnst áhugaverð engu að síður, gott að kynnast mismunandi skoðunum.

 

Kynjafræðingar telja ekkert rangt við það að tala um mismunandi menningu kynjanna og uppeldi, en síður er af þeim viðurkennt að eðlið sé ekki það sama hjá kynjunum. Þó get ég ekki varizt þeim grun að sú áherzla sé tízkusveifla sem kannski ekki endilega mark sé takandi á. Svo lengi hefur verið alið á mismunandi staðalmyndum að vel getur verið að sumt sé orðið rótgróið eftir mörg þúsund ár, frá því að ísaldarmennirnir fóru að nota verkaskiptingu í kynjahlutverkum.

 

Í dýraríkinu geta orðið til hópar og mismunandi tegundir, með svipað eða næstum sama erfðamengi en samt ólíka hegðun. Það er merkilegt hvernig félagsleg mótun sérstaklega á hundruðum eða þúsundum ára getur breyzt í eitthvað rótgróið í erfðamenginu.

 

Ég held að viðleitni kynjafræðinga til að breyta þessu sé svolítið tilgangslaus eða skaðleg.

 

Eitt verð ég þó að viðurkenna að er lærdómsríkt hjá andlega sinnuðum konum (og körlum) sem fjalla um sjálfsrækt og annað slíkt, að þótt maður geti verið gramur útí heimsmálin verður maður að sætta sig við það sem ekki er hægt að breyta.

 

Of langt gengið er vissulega að segja að öll gagnrýni sé byggð á sálrænum kvillum og vandamálum, eða líkamlegum, að þetta byrji allt og endi hjá manni sjálfum - því utanaðkomandi ástæður geta verið virkilega nauðsynlegar að fjalla um - en vel má vera að maður geti verið sáttari í eigin skinni með sjálfsrækt, og með því að hlúa meira að henni, ef manni er það unnt.

 

Þarna er mikil snilld í austrænum fræðum. Menningarheimur búddista, jógaiðkenda og annarra áhugamanna um austræn mál er auðugur og býr að mikilli reynslu og þekkingu. Eins og sagt var um þetta, austræn og vestræn vísindi fóru sitthvora leiðina.

 

Einhverra hluta vegna sækja gamlir hundar oftast í sama farið, kvenkyns eða karlkyns, lengi býr að fyrstu gerð, eins og ágætt íslenzkt máltæki segir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 47
  • Sl. sólarhring: 73
  • Sl. viku: 983
  • Frá upphafi: 140842

Annað

  • Innlit í dag: 37
  • Innlit sl. viku: 756
  • Gestir í dag: 34
  • IP-tölur í dag: 34

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband