Gjaldþrot Miðbæjarradíós út af kófinu er mjög slæmt

Miðbæjarradíó var ein albezta varahlutaverzlunin á landinu fyrir rafeindasmáhluti og mikið tjón að eigendurnir skuli hafa farið í þrot í fyrra, út af kófinu. Mér finnst það íhugunarefni hvernig margt hefur breyzt í heiminum eins og markaðurinn fyrir tækjaviðgerðir og annað slíkt, því nú er þetta komið í örflögumynd og eiginlega allt framleitt í Kína.

 

Lagerinn hjá Miðbæjarradíói var stórkostlegur og vonandi að það muni opna aftur í einhverri mynd eftir kófið. Fyrirtækið var stofnað árið 1974 af Einari Ólafssyni, og selt nýjum eigendum 2016, eða þar um bil, þegar stofnandinn og eigandinn komst á eftirlaun. Ég byrjaði að kaupa mér þarna varahluti árið 1995, en þá var fyrirtækið við Hverfisgötu 18. Nokkrum árum síðar var verzlunin stækkuð og flutt upp í Skúlagötu 63, en fréttin er um niðurrif Wowair húsanna sem keyptu af Einari og fluttu þangað. Síðustu árin var fyrirtækið við Ármúla 17, eftir að nýir eigendur tóku við.

 

Það vill nú þannig til að áhugi á plötuspilurum er aftur kominn á heimsvísu og nýir gripir af því tagi framleiddir í tonnatali, í Kína að sjálfsögðu, sem er einn helzti framleiðslustaður heimsins núorðið.

 

Ég hins vegar hef lengi dundað mér við að lagfæra gömul hljómtæki. Algengast er að nota þurfi hreinsisprey á stilliviðnám hreyfanleg sem eru undirstaða margra styrkbreytitakka, og annarra rofa. Annars finnst mér hliðræni (analog) hljómurinn unaðslegur og tek hann mjög fram yfir hinn stafræna, og sífellt fleiri komast á þessa skoðun, enda jafnvel segulbandstæki að komast aftur í tízku á heimsvísu á kostnað geislaspilarans, en varla niðurhalsins á Spotify.

 

Það er því undarlegt að ekki vaxi upp ný kynslóð áhugaviðgerðamanna og áhugafólks um svona hljómtæki sem myndi vilja nýta sér þjónustu eins og Miðbæjarradíó var með.

 

Sá sem kann að laga raftæki þarf lítið að kaupa sér ný tæki, það er nú galdurinn. Að minnsta kosti voru hin eldri tæki gerð til að endast árum og áratugum saman. Jafnvel Crown tækin japönsku eru stórkostlega góð, ef maður kann aðeins að lappa uppá þau ef þau bila. Í meginatriðum eru þau sterk og endingargóð, en alltaf þarf að skipta um einhverja varahluti, að vísu.

 

Þau hjónin Einar og Erna unnu í þessu húsnæði um langt árabil, afskaplega samhent hjón og alúðleg við viðskiptavini. Oft var næstum fullt út úr dyrum, frá 2000 - 2009, eða fram að Hruni, þegar margt breyttist í þjóðfélaginu almennt, ekki bara á þessu sviði.

 

Það er ekki gott þegar framleiðsla verður þannig að mannshöndin komi þar hvergi nærri, að allt sé hannað í tölvum, og jafnvel af tölvum. Það er sú þróun sem vísindaskáldsöguhöfundar hafa varað við um áraraðir.

 

Ég sakna þessa gamla tíma sem þessi frétt rifjar upp. Ómanneskjulegra umhverfi fylgir risastórum háhýsum, ekki er hægt að þekkja alla í slíkum ferlíkjum, en manneskjulegra umhverfi fylgir minni einingum.

 

Ég hef grun um að flóttamenn frá útlöndum verði íbúar svona íslenzkra háhýsa með tímanum. Innfæddum Íslendingum fjölgar ekki nóg, og því er það ekki ólíklegt. Hvaða fólk vill í framtíðinni búa á Íslandi? Það fer auðvitað eftir ýmsu, kemur ný ísöld, heldur hamfarahlýnunin áfram um nokkuð langt skeið, hvernig verður efnahagur þjóðarinnar í framtíðinni?

 

Sú stefna sumra sjálfstæðismanna að styðja lítil og meðalstór fyrirtæki er stefna sem ég styð. Slík fyrirtæki eru mjög mikilvæg.


mbl.is Fornar höfuðstöðvar jafnaðar við jörðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 170
  • Sl. sólarhring: 200
  • Sl. viku: 739
  • Frá upphafi: 127175

Annað

  • Innlit í dag: 101
  • Innlit sl. viku: 551
  • Gestir í dag: 93
  • IP-tölur í dag: 93

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband