Maður spyr sig hvort það breyti nokkru þótt margir fordæmi skotárásirnar á bíl Dags borgarstjóra. Við verðum að átta okkur á því að þetta er þróun sem Samfylkingin á þátt í frekar en flestir flokkar, alþjóðavæðingin, við fáum gallana með kostunum. Þetta sama hefur verið að gerast í Svíþjóð síðustu 20-40 ár, og að einhverju leyti annarsstaðar á norðurlöndum einnig. Enginn þarf að vera hissa þótt svona gerist, og það er ekki bara viðbúið að staðan versni, heldur eðlilegt miðað við að haldið er áfram á sömu braut og gefið í en ekki slakað á. Þetta er bara óhjákvæmilegt, og ekkert land grípur til raunhæfra aðgerða, ekki frekar en í lofstlagsmálum, en nóg er um hræsnina, sýndarmennskuna og uppgerðina.
Það er svo óendanlega innantómt að fordæma þetta og halda áfram á sömu braut. Við erum hluti af þessari sömu menningu og býr til hatrammari pólitíska andstæðinga í Bandaríkjunum vegna þess að ekki er hlustað á andstæðinginn heldur búin til harkalegri rök sínum málflutningi til stuðnings. Þannig er þetta bara.
Þetta er einsog með umhverfismálin. Orðin tóm, en margt gott gert samt, en í stóra samhenginu heldur orkuþörfin áfram að aukast, dýrategundum að fækka, skógar minnka, höfin mengast...
Samfélagslegt ofbeldi vill Samfylkingin bæta með öðru samfélagslegu ofbeldi. Samfylkingarfólk hefur breyzt í sérfræðinga í samfélagslegu einelti og telur það ekki bara réttlætanlegt heldur siðferðislega skyldu sína að tala illa um stjórnmálamenn í útlöndum sem þeim eru ekki að skapi en hinn mikli stjórnandi í Reykjavík á ekki að finna smjörþefinn af neinu slíku. Gísli Marteinn Baldursson hefur alltaf verið svona. Þetta er hans stíll. Það er hægt að brosa að bröndurunum hans í RÚV, en sem stjórnmálamaður er hann hinn auðsveipasti liðsmaður þeirra sem þola ekki hægrimenn, þótt hann telji sig í þeirra hópi. Undarlegt.
Auðvitað hefur maður samúð með Degi borgarstjóra. Samt, við erum hluti af alþjóðlegri þróun. Orðin tóm nægja ekki til að berjast gegn henni. Ekki þýðir að önnur höndin styðji hana á meðan hin fordæmir hana. Vilji Dagur og annað Samfylkingarfólk byggja hér óendanleg háhýsi, borgarlínu og annað sem líkist útlöndum er ekki undarlegt að eitthvað af göllum útlanda fylgi með.
Hætt er við að ekki nægi að skamma, dæma af dómstólum og fordæma ofbeldishneigða eða taka af þeim vopnin. Af hverju ætti þetta ekki að gerast á Íslandi fyrst þetta gerist í öðrum löndum?
Ég vil fá mitt saklausa Ísland aftur, en það þarf þá að grípa til annarra aðgerða en máttleysislegra orða og hneykslunar.
Hættir fólk að grípa til aðgerða ef því er refsað ef það fær meira og meira nóg af aðstæðunum sem það býr við?
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.1.): 104
- Sl. sólarhring: 123
- Sl. viku: 554
- Frá upphafi: 132287
Annað
- Innlit í dag: 92
- Innlit sl. viku: 445
- Gestir í dag: 90
- IP-tölur í dag: 89
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.