Hollywood er dautt

Löngu fyrir kófið var Hollywood á fallanda fæti vegna pólitískrar rétthugsunar (ranghugsunar í raun auðvitað). Búið var að drepa eiginlega alla sjónvarpsþætti úr leiðindum vegna stalínskrar hreintrúarstefnu, og boðskapurinn alltaf sá sami, að miðaldra karlmenn væru vandamál mannkynsins frá upphafi til enda, og að öll dýrin í skóginum ættu að vera vinir, og að enginn söguþráður eða sköpunarkraftur mætti þrífast nema til að þjóna alþjóðavæðingu, húmanisma og jafnaðarstefnu. Það sama gilti og gildir um kvimyndirnar, allt er þetta undir sömu sök selt og meginstraumsfjölmiðlarnir, leiðindin ein allsráðandi og sköpunarkrafturinn dauður, því aðeins má segja einn boðskap og hann verður að vera rammpólitískur þannig að ógeði veldur.

 

Menningin er dauð, segja spakir menn, og það er rétt.

 

Nákvæmlega sami vandi blasir við Hollywood og menningu og listum í Sovétríkjunum undir kommúnismanum áður en Sovétríkin féllu endanlega á eigin heimsku. Endurræsing er öfugmæli, nema hún verði á forsendum Repúblikana, trumpista og þeirra sem hafna gerræði Sorosar og hans líka.

 

Við erum að sjá fram á algjöran klofning. Það verður að stofna nýja Hollywoodverksmiðju sem framleiðir kvikmyndir og sjónvarppsþætti eins og um 1950 - 2000, áður en pólitískt ofstæki varð allsráðandi í menningu og listum vesturlanda.

 

Þetta eru sóknarfæri fyrir önnur lönd. Hætt er við að þau grípi það tækifæri, og Baltasar Kormákur hefur staðið sig vel hér á okkar landi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 83
  • Sl. viku: 665
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 487
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband