24.1.2021 | 22:29
Undan jöfnuði sínum (ljóð frá 2015)
Undan jöfnuði sínum
Það eru ýkt viðbrögð,
& blómin smá.
ef þau ganga meðfram grálagðri samvitzkunni
og taka uppá því
krossfestir frelsarar meðfram vegbrúninni
fá ekki sagt mikið meira
en þaðsem ég hef misst & þaðsem við höfum öll misst
- sennilega eitthvað annað en í gær
& tárin sem féllu á malbikið...
of seint að skilja þann fortíma & þátíðina sem aldrei varð
& við skríðum inní annan heim
með öðrum reglum, litum
þær koma aldrei í heimsókn eftir þetta
& þeir alheimar of stórir fyrir hræddar dömur
en andans fangelsi & samfélagsins reglur
ef frelsið er of mikið kemur öfundin & refsar þér
þær vilja takmarka aðra
ef þær hafa ekki frelsaðzt undan jöfnuði sínum
24. október 2015.
Ljóðið sýna margt í nýju ljósi - gömul eða ný. Hér er eitt slíkt ljóð, sem hægt er að túlka á þann hátt sem hverjum og einum líkar.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Öfgar til vinstri kalla á öfga til hægri
- Það er sama hvað gerist, sjálfseyðing Vesturlanda er á sjálfs...
- Ekkert eða fátt breytt? Hlutverkaleikur? Inga Sæland í gervi ...
- Spænska veikin var af fuglaflensustofninum. Þessa sýkingu þar...
- Okkar vestræna þjóðfélag sem Nató-Kata og Nató-Þórdís Kolbrún...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 39
- Sl. sólarhring: 107
- Sl. viku: 787
- Frá upphafi: 130072
Annað
- Innlit í dag: 35
- Innlit sl. viku: 615
- Gestir í dag: 34
- IP-tölur í dag: 34
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.