Neytendur þurfa að fylgjast með, hættulegt hreinsiefni frá indverskri vöru

Þegar ég samdi umhverfisverndarlögin mín, eins og "Engar umbúðir" 1984 hafði ég í huga hversu víðtækt hugtakið mengun er.

 

Þessi frétt bendir á það hversu varhugaverð alþjóðavæðingin er, lægri laun, meiri þrýstingur á aukna framleiðni, lægri gæðastaðlar í ákveðnum tilfellum.

 

Það er skelfilegt að eiturefni skuli hafa verið í allskonar matvælum vegna hráefnis sem kom frá Indlandi, sesamfræja, sem eru víða í matvælum. Það hefur verið gripið til aðgerða í þessu tilfelli, en einhver heilsufarslegur skaði getur hafa hlotizt af þessu, og kannski mikill, eftir því hversu margir hafa neytt þessara matvæla og hvar þau hafa verið í boði. Skyldi þetta jafnvel hafa ratað inní matsölustaðina eins og Subway, sem notar korn í sína afurð?

 

Þetta bendir manni á það hversu mikilvæg mannréttindi eru á alþjóðavísu, að ekki sé verið að þrýsta niður verðinu með fjöldaframleiðslu og lágum launum eins og á Indlandi.

 

Þar fyrir utan bendir þetta manni á það að sú nýja og gamla speki er ótvíræð að heilsusamlegasti maturinn er oftast sá sem framleiddur er í heimalandinu sem maður tilheyrir og næst manni. Framsóknarmenn hafa rétt fyrir sér í því efni.

 

Við erum heppin að vera með eftirlitsstofnun sem virkar, en þessi mál hljóta að verða mikilvægari í framtíðinni, mengunarvarnir á ýmsum sviðum.

 

Íslendingar ættu að taka matvælaframleiðslu í eigin hendur á sem flestum sviðum. Að fylgjast með ferlinu frá upphafi til enda og þekkja öll stig framleiðslunnar, það er gott takmark. Að styðja íslenzkan landbúnað og framleiðslu er meira en þjóðernislegt takmark, það er skynsamlegt á svo margan hátt.

 

Ég er sammála Vinstri grænum að mörgu leyti, þetta er eitt af því sem mér finnst þeir standa sig vel í, eða reyna það að minnsta kosti.


mbl.is Ólöglegt varnarefni á Indlandi útskýrir innkallanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 47
  • Sl. sólarhring: 113
  • Sl. viku: 706
  • Frá upphafi: 127249

Annað

  • Innlit í dag: 31
  • Innlit sl. viku: 534
  • Gestir í dag: 27
  • IP-tölur í dag: 27

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband