Vinstrikúgun á ekki rétt á sér

Sá ótti vaknar hjá mörgum við valdatöku Bidens og Harris að löglegum mannréttindabrotum muni fjölga, og að fólk sem ekki er sammála stefnu þeirra eigi að fela sig og skoðanir sínar, en ekki er rétt að láta kúgara stjórna sér.

 

Það þarf annaðhvort fífl eða forherta manneskju að sjá ekki að Biden og Harris vilja þagga niður í öllum sem hafa aðrar skoðanir en þau. Jafnvel þótt elítan á heimsvísu noti orð eins og lýðræði í því sambandi breytir það engu, nema skömm þeirra verður stærri og hræsni.

 

Það skal aldrei gleymast hvernig komið hefur verið fram við Trump og stuðningsmenn hans. Hvað er það annað en glæpsamleg hegðun að taka burt mannréttindi einstaklinga eða hópa á grundvelli skoðana, eins og ef það er rétt að þessu fólki hafi verið sagt upp störfum fyrir að styðja hann?

 

Það skal aldrei gleymast að þeir sem gala hæst um mannréttindi eru mannréttindabrjótar oft og tíðum.

 

Ég hélt í einfeldni minni að góðir tímar væru framundan með Biden og Harris við stjórn. Ég varð fyrir miklum vonbrigðum þegar heift og hefndarþorsti brutust út í kjölfar máttleysislegrar árásarinnar á þinghúsið, heift og hefndarþorsti vinstraliðsins sem minnir á úldinn viðbjóð.

 

Látum ekki RÚV eða aðra þesskonar fjölmiðla telja okkur trú um þá vitleysu að allt sé gott með valdatöku vinstrimanna í Bandaríkjunum. Komist fasistar til valda þurfa þeir aðhald og gagnrýni útum allan heim svo sá fasismi verði ekki allsráðandi, jafnvel þótt hann sé jafnaðarfasismi.

 

Eilífar árásirnar á Trump eru árásir á alla sem vilja fara aðra leið en allir heimsins Clintonar og clintonistar.

 

Allt það sem verður gagnrýnivert og er gagnrýnivert við stjórn Demókrata mun koma upp á yfirborðið og verða þeim til minnkunar. Að sýna ekki Repúblikönum og trumpistum kurteisi, það verður seint fyrirgefið. Það voru Demókratar sem grófu upp stríðsöxina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

100% sammála þér. Enginn forseti í heiminum hefur þurft að sitja í 4 ár undir

stanlausum áróðri demókrata og hann hefur þurft. Meira og minna þvættingur. Núna sét best hversu drullhræddir þeir eru

ef Trump mydi bjóða sig framm aftur, því þá mynda hann vinna, að það er allt reynt

til að koma í veg fyrir það. En eins og vinstri manna er siður, þá verða þeir alltaf fyrstir

til að beita stríðsöxinni.

Sigurður Kristján Hjaltested, 17.1.2021 kl. 08:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 63
  • Sl. sólarhring: 106
  • Sl. viku: 722
  • Frá upphafi: 127265

Annað

  • Innlit í dag: 41
  • Innlit sl. viku: 544
  • Gestir í dag: 36
  • IP-tölur í dag: 36

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband