Angelína eftir Dylan, túlkun á fjórða erindi

Þetta er merkilegt kvæði og spákvæði, leiðslukvæði, og það á því erindi við okkur. Það lýsir okkar tíma býsna vel. Hér kemur túlkun á fjórða erindinu. Að nokkru leyti er stuðzt við túlkanir annarra.

 

Þýðing erindisins yfir á Íslenzku er eftirfarandi:

 

"Þarf ég leyfi þitt til að snúa hinni kinninni? Ef þú getur lesið huga minn, hvers vegna þarf ég þá að tala? Nei, ég hef ekkert heyrt um manninn sem þú leitar að, Angelína."

 

Ekki er mikill vafi á því að erindið byrjar á tilvitnun í Biblíuna, Matteus 5,39, Fjallræða Krists. Þetta erindi hefur verið af sumum væntanlega misskilið á þann veg að kristnir menn eigi ekki að verja sig. Merkingin mun vera önnur, samkvæmt þeim sem hafa rannsakað textann.

 

Á tímum Krists voru menn blóðheitari og lítt siðaðri en nú og kinnhestur kallaði á hefnd, hann var móðgun, sem hann er enn, nema fólk er bældara svo það svarar oft ekki í sömu mynt.

 

Talið er að orð Krists hafi þann boðskap að fólk eigi ekki að láta móðgun eða særindi annarra stjórna skapi sínu eða viðbrögðum, að róa sig niður, nota kærleika og rökvísi frekar, sé þess unnt.

 

Þá er komið að samhenginu. Hver er ljóðmælandinn og við hvern eru orðin sögð? Við Angelínu væntanlega, en hún er mannkynið allt samkvæmt því sem gengið er útfrá í þessari túlkun, yfirleitt, ég skoða aðra möguleika sömuleiðis.

 

Það er engillinn eða heiðni guðinn sem segir þetta, sem kann að vera Lýtir eða Lóðurr. Hvers vegna spyr hann mannkynið hvort hann þurfi leyfi þess til að snúa hinni kinninni (bjóða fram hina kinnina) og í hvaða samhengi? Hvaða ofbeldi hefur hann orðið fyrir eða hvaða ofbeldi býst hann við, eða móðgun?

 

Guðleg öfl verða fyrir ofbeldi í Víti. Atburðir nútímans sýna þetta og sanna mjög vel, eftir því sem jörðin breytist í verra víti og mannkynið í verra vítismannkyn.

 

Hér er á ferðinni mikilvægt atriði, lesendum eða áheyrendum er það gert ljóst að þeir eigi ekki að samsama sig heiminum, syndinni í heiminni, ofsóknum gegn þeim sem gera gagn og gera gott í raun og veru.

 

Fleira felst í þessari spurningu. Hér kemur fram annað lögmál dr. Helga Pjeturss og hér er því lýst, Nevsislögmálið. Það lýsir því hvernig hin guðdómlega vera verður að nálgast þær verur sem eru á helstefnubrautinni.

Í raun er það svo að engillinn eða heiðni guðinn Lýtir ætti ekki að þurfa spyrja Angelínu að þessu né nokkru öðru, heldur fara sínu fram sem voldugri aðilinn. Þetta lýsir valdajafnvægi en ýmsu öðru einnig, undirgefni gagnvart syndinni og ófullkomleikanum, sem kannski er gagnrýniverð og hluti af því hvers vegna helstefnan er ríkjandi á okkar jörð og ástandið ekki eins og það á að vera.

 

Þetta lýsir einnig hroka mannsins, mannkynsins, því Angelína er mannkynið, það þykist vera en Guð og englar, og fer sífellt minna eftir viðvörunum Biblíunnar og boðskapnum þar.

 

Syndafallinu stöðuga er því lýst í kvæðinu, sem stendur enn yfir.

 

Vill engillinn eða Lýtir bjóða ofbeldismanni sínum fram hina kinnina? Það er einnig stór spurning. Hversvegna þá og hverju skyldi það eiga að koma til leiðar fyrir hann, málstað hans eða okkur?

 

Sá sem beitir engilinn eða Lýti ofbeldi er auðvitað helstefnuhjörðin, sem af eigin verðleikum vill ógilda guðdómleg lögmál og skipulag, guðlega reglu, og snúa henni á hvolf, og ekki í fyrsta skipti í mannkynssögunni.

 

Við sjáum þörfina á því að bjóða fram hina kinnina í dag, þegar húmanistarnir vilja fá öll völdin, og vilja niðurlægja aðra sem mest. Fangelsisvistir nægja þeim ekki, fjöldamorð með sýklum og veirum, þjóðernishreinsanir sem eru svo lúmskar að þær komast ekki upp og eru flokkaðar sem bannaðar samsæriskenningar, þetta nægir þeim ekki. Þess vegna spyr engillinn í háði, hvort hann þurfi leyfi hennar til að bjóða fram hina kinnina, til að láta niðurlægja sig og smána enn frekar, og til að láta beita sig enn meira ofbeldi. Við skynjum og sjáum háðið í þessum orðum eftir því sem við förum dýpra inní þau og merkingu þeirra.

 

Angelína er því Satan í þeim skilningi að Satan hefur náð fullkomnum tökum á mannkyninu, eða um það bil.

 

Andstæðingarnir þurfa að kenna öðrum um fólskuverk sín. Samfélagsleg völd þurfa þeir að fá fullkomin, alræðisvöld, ekki fyrir einræðisherra heldur marga vitleysinga, klíkur, mafíur, sem starfa samkvæmt sömu blekkingu, hugmyndafræði skakkri.

 

Í þessum fyrstu orðum erindisins er einnig fólgin spásögn um að svona verði þetta ekki alltaf, að mannkynið komist ekki alltaf upp með óréttlætið, því möguleikinn á refsingu er til staðar, að hætta að bjóða fram hina kinnina heldur svara í sömu mynt, eða sem yfirvald, sterkari mótherji, drottnari.

 

Háðið í spurningunni segir okkur þetta. Angelína vill kúga engilinn eða mannkynsbjargvættinn. Sú kúgun fer aðeins fram um ákveðið tímaskeið unz hlutunum er komið í rétt horf og þessu verður snúið við.

 

"Ef þú getur lesið huga minn, hvers vegna þarf ég þá að tala?"

 

Mannkynið hefur andleg völd. Fleira felst í þessari spurningu Lýtis einnig. Spurningin vaknar hvort mannkynið skilji hið guðdómlega, hvort það geti lesið huga þeirra sem æðri eru rétt eða bara yfirleitt. Þar vaknar efi og fullvissa um að svo sé ekki í raun, þegar betur er að gáð og allt skoðað í samhengi.

 

Mannkynið túlkar hlutina á sinn hátt, sér til hagsbóta. Sjálfsréttlætingin er þar á ferðinni og hagsmunatúlkunin. Sérhverja setningu sem aðrir segja við okkur túlkum við á okkar hátt, mismunandi hátt. Mannkynið kemur með nýjar túlkanir og þýðingar á Biblíunni sem henta nýjasta syndaæðinu, nýjustu syndatízkunni betur en eldri þýðingar. Þessi orð kvæðisins fela þetta í sér í raun, ef vel er að gáð.

 

Vill engillinn ekki tala, tjá sig, eða hjálpa mannkyninu? Finnst honum það óþarfi? Eru orðin að segja það? Hugsanlega.

 

Einnig er mögulegt að merkingin sé á þá leið að mannkynið noti ekki andlega hæfileika sína, að Lýtir sé að segja að hann þurfi ekki að hjálpa mönnunum í raun, að þeir geti hjálpað sér sjálfir, með því að nota eigin hæfileika.

 

Engillinn eða Lýtir er að segja þetta, að spádómarnir þurfa ekki að vera nauðsynlegir, að aðeins þurfi að virkja móttökuhæfileikana, taka á móti boðunum og hegða sér samkvæmt því.

 

"Nei, ég hef ekkert heyrt um manninn sem þú leitar að, Angelína". Þannig endar erindið fjórða.

 

Sá maður er auðvitað ekki maður, heldur Satan, Freistarinn, sá sem kemur með villurnar á færibandi sem þegnar eru fegins hendi en ekki sannleikurinn og raunveruleikinn.

 

Maðurinn vill falla, það er eðli syndarans. Hann vill ekki hlýða Drottni, heldur verða Guð almáttugur. Þetta virðist nútíminn sanna betur en aðrir tímar, með tækniframförum og húmanismanum, áherzlunni á kvenréttindin, að vilji mannsins sé heilagur frekar en forn fræði og trúarbrögð, til dæmis.

 

Orðið "seek" í enskunni getur þýtt annað en að leita að. Það getur þýtt að sækjast eftir, reyna, elta, leitast við, þaulkanna, rannsaka jafnvel, leitast eftir með öllum ráðum. Orðið lýsir því vel af hversu miklum ákafa maðurinn þráir syndina og baðar sig í henni eiginlega öllum stundum.

 

Hversvegna segir engillinn eða Lýtir að hann hafi ekkert heyrt um Satan? Eru það ekki ósannindi, ekki honum sæmandi, eða er átt við annað? Er átt við að hann hafi ekkert nákvæmlega heyrt um áætlanir Satans á jörðinni, kunni ekki skil á þeim til hlítar á þessari plánetu okkar? Það finnst mér líklegra, en jafnvel fyrir mig eru þessi orð torskilin og torræð, mig sem hef pælt í Dylan lengi og svona fræðum.

 

Þetta sýnir einnig áhugaleysi engilsins eða Lýtis á syndinni, mannsins villum og framferði, ruglinu öllu og hryllingnum sem viðgengst stöðug, en þó misjafnlega mikið eftir tímabilum helstefnu eða lífstefnu á jörðinni og í menningunni yfirleitt.

 

Þetta bendir okkur á hvað syndin er ómerkileg, að hún er ekki viðlits verð, þegar allt kemur til alls, þótt langflestir eltist við hana.

 

Auðvitað þekkir engillinn eða Lýtir Satan, annað er ekki rökrétt, og því eru orðinn enn áhugaverðari og torræðari fyrir þá sök, svo lengra þarf að skyggnast og skoða.

 

Hvað er "ekkert" í þessu sambandi? Er það "ekki allt?" Á það við um sérstakar áætlanir Satans, eða eru þær allar í móðu og huldar öðrum? Slíkar spurningar vakna og þeim er ekki svarað í kvæðinu, eða þessu broti sem fjallar um þetta eina atriði.

 

Þetta lýtur sennilega að því hvernig gott er að takast á við syndina, með því að hunza hana, eða sú kenning vaknar af lestri erindisins að minnsta kosti.

 

Hvaða erindi hefur þetta kvæði við okkur í nútímanum? Þegar betur er að gáð þá lýsir það vel því sem gerist á okkar tímum. Það á betur við um okkar samtíma en árið 1981, þegar það var ort.

 

Nokkuð augljóst er að þetta er leiðslukvæði. Ég tel að þessi túlkun fari nokkuð nærri lagi. Af þessu kvæði má læra, hvort sem maður er kristinnar trúar eða ekki, mannlegu eðli er hér vel lýst, og samskiptum misvoldugra aðila sem tilheyra mörgum hnöttum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 191
  • Sl. sólarhring: 194
  • Sl. viku: 760
  • Frá upphafi: 127196

Annað

  • Innlit í dag: 118
  • Innlit sl. viku: 568
  • Gestir í dag: 106
  • IP-tölur í dag: 106

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband