12.1.2021 | 22:38
Þjóðin stóð sig vel í smitvörnum um jólin og Þríeykið líka
Það er nú svo að fólk hefur ekki vald til að koma til leiðar breytingum á þjóðfélaginu því það gefur sér ekki það vald, eins og kom fram í máli Sighvats Björgvinssonar á Útvarpi Sögu í viðali við Kolfinnu Baldvinsdóttur. Því er það sama hvaða sannleikur kemur fram, hann hreyfir ekki við fólki. Það tekur aðeins við því sem forystusauðirnir leggja til, og það má ekki vera of róttækt. Nema þeir séu vinstrisinnaðir, því það er í takt við alheimsstillilögmálið frá öðrum löndum. Við erum á ákveðinni þróunarbraut.
Þess vegna ætla ég í þessum pistli að hrósa okkar þjóð og Þríeykinu. Við höfum staðið okkur vel í sóttvörnum yfir jólin og er það ánægjuefni.
Ég hafði áhyggjur af því eins og Þórólfur að mikil smitbylgja kæmi í ljós eftir jólin vegna eðlis mannfagnaða um hátíðirnar. Það gerðist ekki. Það er því hróssvert, hvort sem það er þjóðinni eða Þríeykinu að þakka er það bara mesta furða að ekki skyldi verr fara í því efni.
Það er kostur við okkar þjóð hvað hún getur verið hlýðin. Það er kostur stundum, að minnsta kosti. Það fer eftir aðstæðum. Meira mark mætti þó taka á ýmsum aðilum sem flytja öðruvísi boðskap en meginstraumselítan.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Líta femínistar í eigin barm? Er ástæða fyrir bakslaginu?
- Jahve er djöfullinn og hann stendur á bakvið öll stríð, og er...
- Sjálfstæðismenn þurfa að sinna menningarmálum meira
- Vinstrimenn ættu að skammast sín, en ekki hægrimenn. Mengun e...
- Dyrfjöllin að Hábraut 4 í Kópavogi - í bernskuupplifun minni
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 170
- Sl. sólarhring: 200
- Sl. viku: 739
- Frá upphafi: 127175
Annað
- Innlit í dag: 101
- Innlit sl. viku: 551
- Gestir í dag: 93
- IP-tölur í dag: 93
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.