10.1.2021 | 10:38
Nýir fjölmiðlar koma fram og eflast í kjölfar atburða þar vestra
Á hættulegum tímum í mannkynssögunni er ekki úr vegi að reyna að koma fram við þá af virðingu sem ekki eru á sama stað og maður sjálfur í pólitíkinni. Ekki af ótta heldur þörfinni fyrir samstöðu. Það er nóg að mannkynið hafi kórónuveiruna að kljást við, svo ekki þurfi að vekja upp ógnarstjórnir úr fortíðinni.
Það er reynt að réttlæta þetta sem gerist í Bandaríkjunum með því að Trump eigi sér ekki málsbætur eða Repúblikanar almennt. Forsagan er samt auðvitað sú að miðjan í stjórnmálunum hefur færzt til vinstri, og þá aðallega í Evrópu, og við á Íslandi erum hluti af sömu menningu. Trumpisminn er tilraun til að stilla þetta af, mjög stór hópur er ósáttur við þetta. Með því að glæpavæða Repúblikana eða trumpismann er verið að kalla á kúgun og ofbeldi, erfitt að túlka þetta á annan hátt. Vissulega verður hægt að neyða marga inná miðjuna aftur, en þetta býður uppá það að raunverulegt kynþáttahatur eflist, því ofbeldi elur af sér ofbeldi, og reiði magnar reiði.
Þetta kallast samfélagslegt ofbeldi og samfélagsleg kúgun, þegar stór hópur manna er gerður að annars flokks þegnum. Þetta er það sama og gerðist í Þriðja Ríkinu, þegar réttindi voru tekin af gyðingum, eða í Palestínu síðar á Gasa svæðinu, eða í Rússlandi þegar óþekkir þegnar voru settir í Gúlagið. Það sem gerist í Bandaríkjunum í upphafi þessa árs gæti verið undanfari miklu ljótari hluta.
Manni verður hugsað til Pírata á Íslandi. Í upphafi virtust þeir ferskir og vilja frjálsræði, jafnvel héldu margir að þeir væru hægriflokkur. Síðar kom í ljós mikil löngun til stofnanavæðingar, kommúnisma.
Hvað veldur því að ungu borgarbörnin verða stækir kommúnistar? Hvaða náttúrulögmál ræður því?
Það er sú spurning sem mér finnst áhugaverðust á þessum tímapunkti. Ég held að þetta sé eðli borganna, sérstaklega þéttbýlu stórborganna. Þar er það síður einstaklingsfrelsið sem færir manni lífsbjörgina og frekar þýlyndið, undirgefnin við valdið, sem ekki kemur frá einræðisherrum heldur klíku, kerfislægri.
Skólakerfið er allt einhvernveginn beygt undir þetta. Þróunin skólakerfisins hefur orðið enn meira í þessa áttina. Það er útungungarvél fyrir andstæðinga Trumps.
En eins og fleiri vita, þetta getur ekki endað vel. Bandaríkin eru gríðarlega öflug og það var orðið tímabært að klofningur yrðu á samfélagsmiðlum, því meginstraumstímarit og stjónvarpsstöðvar voru komin langt til vinstri og eins vefmiðlarnir.
Við erum að sjá fram á nýja fjölmiðla, nýtt sjónvarpsefni, en aukin átök líka, hjá því verður ekki komizt. Þetta mun færa nýtt líf í gamlar öfgastefnur. Þetta er endurræsing á grasrótinni, en einnig samþjöppun neydd inná miðjuna.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Líta femínistar í eigin barm? Er ástæða fyrir bakslaginu?
- Jahve er djöfullinn og hann stendur á bakvið öll stríð, og er...
- Sjálfstæðismenn þurfa að sinna menningarmálum meira
- Vinstrimenn ættu að skammast sín, en ekki hægrimenn. Mengun e...
- Dyrfjöllin að Hábraut 4 í Kópavogi - í bernskuupplifun minni
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 170
- Sl. sólarhring: 200
- Sl. viku: 739
- Frá upphafi: 127175
Annað
- Innlit í dag: 101
- Innlit sl. viku: 551
- Gestir í dag: 93
- IP-tölur í dag: 93
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.