Viðbrögð glóbalistanna staðfesting á ásökunum Trumps

Atburðarás undanfarinna daga hefur verið með ólíkindum. Mótmælin við þinghúsið voru tiltölulega friðsamleg, en viðbrögð elítunnar ofsafengin. Það segir nú að ekki er allt í lagi í Bandaríkjunum og í heiminum, og víðar en hjá Trump og hans fólki raunar.

 

Hvað er verið að fela? Staðfestingu á að kosningaúrslitin hafi í raun og veru verið Donald Trump í vil en ekki Joe Biden? Hvað á maður að halda? Það er eitthvað mjög brenglað við að koma Trump úr embætti skömmu fyrir valdaskiptin, að banna hann á samfélagsmiðlum og bregðast svona við atvikinu í þinghúsinu, sem var fyrirsjáanlegt, miðað við tilkynningar um þetta fyrirfram og persónuleika forsetans. Hann er enn forseti. Hvað hræðast andstæðingar hans? Þetta er með ólíkindum.

 

Þvert á það sem sagt er af mörgum eru viðbrögð glóbalistanna meiri ógn við lýðræðið heldur en rausið í Trump. Það er miklu meiri ógn við lýðræðið að stunda ekki bara ritskoðun af þessu tagi, heldur opinberar ofsóknir á hendur valdamesta manns í heimi. Árás á níðræðið, ekki lýðræðið, höfum það í huga. Níðræðið hefur byggzt upp lengi, eða lýgveldið, eins og Guðjón Hreinberg nefnir það einnig réttilega.

 

Trump er eins mikill gallagripur og hægt er að ímynda sér. Hann hefði þó ekki komizt til valda í konungsríki jarðarinnar ef ekkert væri hæft í málflutningi hans, gagnrýni á fjölmenninguna og margt annað.


mbl.is Verði að koma Trump frá völdum þegar í stað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 187
  • Sl. sólarhring: 191
  • Sl. viku: 756
  • Frá upphafi: 127192

Annað

  • Innlit í dag: 115
  • Innlit sl. viku: 565
  • Gestir í dag: 104
  • IP-tölur í dag: 104

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband