Ástandið í Svíþjóð ætti að vekja reiði. Hversu lengi getur sænska þjóðin verið í sjokki?

Fréttirnar frá Svíþjóð ættu að vekja okkur til umhugsunar um gjörbreytta heimsmynd.

 

Er það meira tilefni til mótmæla lýðsins ef svartur Bandaríkjamaður er drepinn en bleiknefji í Svíþjóð? Lögreglan í Svíþjóð fær jafnvel ekki fjármagn til að rannsaka svona mál.

 

Nokkrar setningar í þessari frétt vöktu athygli mína. "Ekki er talið að um hryðjuverk eða glæpsamlegt atvik sé að ræða".

 

"Samkvæmt talsmanni sænsku lögreglunnar lézt maður á fertugsaldri í slysinu".

 

"Enn er óljóst hvað olli sprengingunni að sögn lögreglunnar."

 

Nú vitum við hvernig viðhorf sænsk yfirvöld hafa til þeirra sem vitað er að standa fyrir langstærstum hluta af svona sprengingum.

 

Sænsk yfirvöld hafa þá yfirlýstu stefnu að láta þetta yfir sig ganga, að vera "umburðarlynd" en ekki fordómafull. Merkilegt er að þeim finnst ekkert vera til þarna á milli, einsog hugtakið þjóðvernd og landvernd.

 

Út um allan heim er þessi stefna að útrýma innfæddum og fjölga þeim sem aðkomnir eru.

 

Svona fréttir eru augljóslega bjagaðar. Það er vissulega greint frá atvikunum, en þau eru túlkuð á þann veg að fólk þurfi ekki að hræðast að þetta geti gerzt annarsstaðar. Það er talað niður til fólks, einsog það geti ekki sjálft dregið ályktanir eða tekið afstöðu, eða einsog það megi það ekki. Pólitísk rétthugsun er fasismi okkar tíma, sem drepur, og þjóðernishreinsanir eru stundaðar á hennar grundvelli.

 

Ef við berum þetta saman við drápið á George Floyd æpa andstæðurnar á okkur.

 

Vel má vera að þessi Svíi hafi látizt í sprengingunni af slysni.

 

Þá er komið að seinni setningunni sem vekur athygli: "Enn er óljóst hvað olli sprengingunni að sögn lögreglunnar". (Hlægilegt, grátlegt, grátbroslegt, skortur á viðleitni, fjármagni og áhuga).

 

Þessi setning segir jafnvel enn meira.

 

Við vitum að lögreglan í Svíþjóð er undirmönnuð og ræður ekki við þessi hryðjuverk. Opinberlega er þetta ekki kallað hryðjuverk, því Löfven vill frekar fórna sinni þjóð en að taka sjálfstæðar ákvarðanir.

 

Vítin eru full af fólki sem er fast í sjálfsblekkingu, að þar sé ástandið gott, eða ekki svo slæmt. Það versta sem hægt er að gera fólki til að kúga það er að telja því trú um að ömurlegt ástand sé gott ástand eða ásættanlegt ástand.

 

Hverjum sem um er að kenna hvernig ástandið er í Svíþjóð hvað varðar þessar sprengingar og annað er það ekki ásættanlegt og breytinga er þörf.

 

Ef Íslendingar hugsa um mannréttindi utan landsteinanna ættu þeir að hugsa um mannréttindi Svía sem búa við ömurlega ríkisstjórn.


mbl.is Sprenging í Gautaborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 197
  • Sl. viku: 660
  • Frá upphafi: 127203

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 504
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband