3.1.2021 | 14:09
Covid-19 reiði Drottins eða æðri máttarvalda?
Flestallt hefur nú verið rætt um þessa Covid-19 farsótt og margir telja Kínverja ábyrga. Það undrar mig að lítið heyrist um að þetta sé refsing guðs eða æðri máttarvalda almennt fyrir syndir, því sjaldan hefur mannkynið verið eins sjálfhverft, eigingjarnt og hrokafullt og á okkar dögum. Við þykjumst ekki þurfa guð. Tæknin er okkar guð, eða manneskjan, hin óendanlega og takmarkalausa gæzka og vald mannskepnunnar! Þannig er húmanisminn, brot gegn flestum trúarbrögðum, sem gera ráð fyrir æðri máttarvöldum en vilja mannsins. Það sem helzt líkist slíku tali, reiði guðs, er þegar talað er um loftslagsmálin, og sagt að maðurinn hafi mengað svo jörðina að þetta sé afraksturinn, að upp rótist erfðaefni vegna ágangs á forboðin svæði. Það er þó náttúrutrú og mannhyggja, húmanismi, en ekki kristni, þannig að jafnvel þótt kirkjan hafi misst marga úr sínum röðum virðist innistæðan enn minni í sálum Íslendinga, hvað varðar fjölda þeirra sem virkilega trúa og þekkja þennan boðskap.
Margir segja að gamaldags reiðipredikarar séu leiðinlegir og niðurdrepandi, en það getur verið hollt að heyra slíkan reiðilestur einstaka sinnum, þegar hann nær að benda á það sem betur mætti fara.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Rannsóknir mínar sýna að kannski er Esus fórnin, lífstréð eða...
- Hvers vegna gerir ekki ungt fólk á Íslandi uppreisn gegn komm...
- Ég ber hæfilegt traust til beggja kvennanna en efast líka tal...
- Leikritið heldur áfram, þar til blekkingin fellur til fulls
- Sköpunarsaga Biblíunnar, Genesis kemur frá norrænu fólki sem ...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.2.): 8
- Sl. sólarhring: 113
- Sl. viku: 758
- Frá upphafi: 137176
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 580
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.