Sambærileg lífsviðhorf

Þetta er merkileg frétt. Áberandi samfélagsleg þróun nútímans er hópamyndun lítilla hópa, en sú þróun var að sjálfsögðu byrjuð fyrir kófið, sem aðeins ýkir hana. Segja má að allar kreppur ýki þau trend sem fyrir voru, eða það sem var áberandi fyrir. Þannig ýkti kreppan 1929 þjóðernishyggjuna og kynþáttahyggjuna sem var ríkjandi á þeim tíma, en bjó hana ekki til.  Það er að dragast upp mynd af femínistum sem miklum forréttindahópi, sem ekki eigi að þurfa að umgangast karlmenn eða vesælan pöpulinn eða fólk með öðruvísi skoðanir. Já, samfélagið okkar er að mótast í ýmsar lokaðar áttir, og hópar að afmarkast enn meira, í stað þess að viðhorf verði sameiginleg.

 

Þetta minnir á Frakkland fyrir byltinguna miklu 1789. Reyndar ýkt samlíking, en þó má segja að mesti valdahópur nútímans sé ekki endilega miðaldra hvítir karlmenn heldur miðaldra og gamlir femínistar. Ef þetta er ekki orðið þannig nú þegar verður þetta þannig eftir 10 ár eða svo, að því er virðist. Stór hluti útgefinna bóka er eftir konur og femínista, stærsti hlutinn af kennurum eru konur og femínistar, þannig mætti lengi telja. Stærsti hluti háskólanemenda eru kvenmenn og femínistar. Þessi þróun heldur bara áfram. Karlmenn og drengir eru að verða afgangsstærð, séu þeir ekki orðnir það nú þegar.

 

Eins og ég hef margítrekað, 60-80% af fólki hugsar ekki sjálfstætt heldur lætur aðra stjórna sér. Þótt því sé bent á að nú ríki femínismafasismi og jafnaðarfasismi lítur það bara á mann tómum augunum, samsinnir eða mótmælir, en ekki kröftuglega, heldur af áhugaleysi, eins og því komi þetta ekki við. Þess vegna þarf ekki meiri kúgun með nýju bóluefni sem sviptir fólk enn meira frelsi og rökhugsun, heldur eitthvað sem þvert á móti eflir andlega getu fólks og vekur það til umhugsunar, ýtir undir byltingarvilja.

 

En það mun ekki gerast. Mönnunum er stjórnað frá öðrum hnöttum eins og persónum í tölvuleikjum eða strengjabrúðum. Langfæstir tala eða hegða sér af eigin hvötum eða vita um hvað heimurinn snýst. Kvikmyndin "The Truman Show" sem sýnd var í Sjónvarpi símans nýlega lýsir veruleikanum vel, heimfærðum uppá okkur á jörðinni.


mbl.is Hyggst byggja íbúðir fyrir eldri femínista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 10
  • Sl. sólarhring: 75
  • Sl. viku: 790
  • Frá upphafi: 129962

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 598
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband