Angelina, fyrsta erindi, túlkun.

Ég ætla að halda áfram að túlka kvæðið Angelina eftir Bob Dylan. Í þessum pistli tek ég fyrir fyrsta erindið. Það hljómar svona í þýðingu:

 

"Jæja, það hefur alltaf verið eðli mitt að taka áhættur, hægri höndin dregur sig til baka á meðan sú vinstri gerir árás, þar sem straumurinn er sterkur og apinn dansar við lag konsertínunnar."

 

Hvað merkir þetta og hver skyldi ljóðmælandinn vera? Ég hef mikið lært af David Weir, þeim ágæta kennara sem heldur úti vefsíðu á túlkunum á ljóðum Dylans.

 

Ljóðmælandinn í Angelínu er guð Biblíunnar, að því er virðist, sá sem segir "ég" í ljóðinu, eða engill sköpunarinnar, það er ekki alveg ljóst. Eins og í sumum kvæðum Dylans virðast margir ljóðmælendur vera á ferðinni, rétt eins og í draumi þegar dramgjafarnir eru margir og draumþeginn skynjar það.

 

Fyrsta erindið ber að minnsta kosti glögg merki um að ljóðmælandinn sé guð Biblíunnar, ef maður fellst á að Bob Dylan hafi trúað á hann á þessu tímabili.

 

Í kvæðinu öllu kemur fram þessi fljótandi tilfinning margra ljóðmælanda og sögusviðs á reiki eins og í mörgum leiðslukvæðum fyrri tíma, bæði heiðinna og kristilegra eða úr öðrum trúarbrögðum.

 

Sú guðfræði sem gengur út á að djöfullinn sé skuggahlið drottins er boðuð í fyrsta erindinu, fallist maður á þessa túlkun. Þar er hinn alvaldi guð sýndur, sem ber aleinn ábyrgð, því þetta fyrsta erindi gefur þá tilfinningu.

 

Sköpuninni er lýst í þessari ljóðlínu, hvernig gott og illt haldast í hendur eins og aðrar andstæður. Náttúrunni er lýst í þessu fyrsta erindi einnig, og því getur verið boðuð náttúrutrú þarna, eða trú á náttúruna, það fer allt eftir því hvernig á það er litið.

 

Tvíhyggjan er raunar einkenni á mörgum trúarbrögðum, Zaraþústratrúin er af ýmsum talin fyrstu eingyðistrúarbrögðin, og kunna þessar hugmyndir að vera komnar þaðan, eða frá Egyptum, og Akhenaten, sem er af sumum talinn upphafsmaður eingyðistrúarinnar í heiminum.

 

Eðli náttúrunnar er áhættan og margbreytileikinn. Guðdómurinn hlýtur að endurspegla náttúruna, eða sá sem skapaði, ef við trúum slíku.

 

Ljóðmælandinn byrjar á því að útskýra að hann hafi alltaf haft tilhneigingu til að taka áhættu. Þarna er strax komin þversögn, sem bendir til fjölgyðistrúar, því ef nauðsynlegt er að lýsa skaparanum og ef hann hefur skapgerðareinkenni hafa aðrir guðir það líka. Með öðrum orðum, einn guð hefur öll skapgerðareinkennin, ekki sum, og því ætti ekki að þurfa að lýsa honum og hans skapgerðareinkennum eins og hér er gert. Því mætti álykta að verið sé að lýsa guði fjölgyðistrúarbragða, en það er í ósamræmi við þá viðteknu skoðun að Bob Dylan hafi verið kristinnar trúar eingöngu þegar hann orti þetta.

 

Sá sem byrjar ljóðið er skapari að afsaka sig. Hann er að svara spurningunni algengu: "Af hverju er það vonda í heiminum? Af hverju þarf algóður og almáttugur guð að leggja þessa erfiðleika og kvalir á mennina og sköpunina?" Þessi fyrsta ljóðlína svarar þessum spurningum í samræmi við boðskap kvæðisins.

 

Lýsingin á höndunum sem gera gagnstæða hluti er líka lýsing á þessu sama, dauðinn er hluti af lífinu, andstæður og þverstæður eru eiginlega allsstaðar.

 

Það væri órökrétt að telja að þessar ljóðlínur eigi við ljóðmælanda valdalausan, miðað við boðskap kvæðisins, sem er spádómsljóð og leiðslukvæði í senn.

 

Svo kemur "Þar sem straumurinn er sterkur..." Þetta er einnig náttúrulýsing, lýsing á umhverfi andlegu og efnislegu í senn. Þetta er lýsing á umhverfi þar sem atburðir gerast títt, atburðarásin er hröð og örlagarík, þar sem allt getur komið fyrir. Þetta þekkja menn ósköp vel, flestir.

 

Ljóðmælandinn segir "Þar sem"... og bendir þar af leiðandi á stað, eða hnött, eða kringumstæður. Ennþá skynjum við að þetta er guð fjölgyðistrúarbragða, en samt sá sem skapaði okkur mennina, því kvæðið á erindi við okkur, væntanlega, og boðskapur þess. Í þessu sambandi er rétt að minna á að talið er að víða í Biblíunni sé talað um guði en ekki einn guð, þótt þannig hafi þetta oft verið þýtt.

 

Lífið er ekki lygnt þar sem straumurinn er sterkur. Er það áfellisdómur yfir skaparanum sem lýst er? Hugsanlega, eða sköpunarverkinu.

 

"Apinn sem dansar við lag konsertínunnar" er svo það síðasta sem kemur fram í þessu erindi. Konsertína er smáharmonikka, sem oft var notuð í hringleikahúsum, af trúðum sem létu dýrin dansa eftir tónunum.

 

Áherzlan er á hlýðnina, að sköpunin sé apinn sem dansar eftir vilja eigandans, drottins, drottnarans, tónum hljóðfærisins. Einnig er áherzlan á að skaparinn sjálfur sé raunar ekki sú fullkomna persóna sem sumir telja hann vera, en þá er kannski ekki verið að tala um guð Biblíunnar, heldur einhvern annan guð. Að vísu ber að taka það fram að talið er að Bob Dylan hafi verið byrjaður að efast um trú sína árið 1981, og þetta kvæði kann einnig að bera þess merki.

 

Þetta er leyndardómur, þetta kvæði, og hér í þessari túlkun eru gefnir nokkrir möguleikar, en minnzt á það sem talið er sennilegt og gefa kvæðinu merkingu og samhengi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 11
  • Sl. sólarhring: 75
  • Sl. viku: 791
  • Frá upphafi: 129963

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 599
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband