Spádómarnir í síðasta erindi lagsins (ljóðsins) Angelínu, eftir Bob Dylan frá 1981.

Eitt magnaðasta lag Bob Dylans er Angelina, frá 1981, afgangslag af "Shot Of Love", þriðju og síðustu trúarplötunni hans. Í ljóðinu eru ýmsar Biblíutilvitnanir og það er torskilið, en það lýsir svipuðum atburðum og Opinberunarbók Jóhannesar.

 

Síðasta ljóðlína kvæðisins Angelina eftir skáldið Bob Dylan hefur nægan efnivið til að fjalla um í heilli bók, hvað þá litlum pistli.

 

"Gefur merki um að hörfa upp hringstigana, framhjá brennandi trénu, fram hjá fjórhöfða englinum. Biðjandi Guð um miskunn og grátandi á óhelgum stöðum, ó Englalína".

 

Hringstigarnir tveir sem hér er minnzt á í textanum eru hringstigar í musteri Salómóns, upp að fórnaraltarinu. Það hefur sérstaka merkingu í ljóðinu, sem er spádómsljóð í eðli sínu. Hver er þá Angelína í ljóðinu?

 

Sumir telja að það sé Joan Baez þjóðlagasöngkona, en sennilega er það rangt, þótt hann hafi að öllum líkindum ort til hennar í ljóðinu "Farewell Angelina" frá 1965.

 

Rétt eins og þegar Bob Dylan söng "Precious Angel" 1979, og blandaði saman gyðju og mannlegri konu tel ég hann hafa gert það líka í þessu lagi. Hann verður fyrir innblæstri eða vitrun og yrkir kvæðið í kjölfarið. Angelina er því táknmynd fyrir heimsbyggðina, mannkynið á þessum stað femínismans.

 

Hún flýr í átt að fórnaraltarinu þar sem henni sjálfri verður fórnað, það er að segja, mannkynið flýr upp hringstigann að eigin örlögum og eyðileggingu. Menningin er hrunin, atburðirnir gerast. Þetta eru samtímaatburðir sem gerast á löngum tíma.

 

Angelina ræður ekki för sinni eða ferð fóta sinna, flýr af afli sem stjórnar henni sjálfri og hún fær lítið sem ekkert ráðið við. Það felst í orðunum og bilunum á milli þeirra, túlkunin.

 

Örlögin stjórna, eða afl sem er ofar manninum.

 

Síðan kemur línan:"Fram hjá trénu brennandi".

 

Hér er margt sagt í örfáum orðum. Tréð mun vera Skilningstréð, Lífsins tré í aldingarðinum Eden. Þekkingartréð er það einnig nefnt á ensku, og getur sú þýðing verið betri. Sköpunin og siðferðið, hvort tveggja glatað og í molum, samkvæmt þeim sem skýra ljóðið bezt, því Lífsins tré brennandi og Skilningstré brennandi er slíkt tré. Ágæt lýsing á nútímanum.

 

"Fram hjá fjórhöfða englinum".

 

Fjórhöfða engillinn er kerúb, sem er mikilvægur í gyðingdómi, kristni og islam. Meðal skylda þeirra er að gæta aldingarðsins Eden. Að Angelina skuli hlaupa framhjá þessum fjórhöfða engli getur þýtt að hún taki ekki mark á honum, virði hann ekki eða hræðist eitthvað meira en hann. Það lýsir einnig vel mannkyninu nú um stundir sem virðir gamlar siðvenjur minna en oft áður og trúarbrögðin.

 

"Biðjandi Guð um miskunn og grátandi á óhelgum stöðum, Angelina". Þannig endar erindið.

 

Þarna er spásögn um það sem koma skal, þegar mannkynið snýr sér aftur að trúarbrögðunum, því dulræna og andlega, mystíska, dulhyggju og því yfirnáttúrulega, þegar náttúruvísindi hafa brugðizt, stjórnmálamenn og kerfin, stofnanirnar og það efniskennda, húmanisminn, mannréttindin, mannhyggjan.

 

"Grátandi á óhelgum stöðum" er sérlega skemmtileg setning, lýsir skurðgoðadýrkun, að trúa á það sem óheilagt er og ekki vert tilbeiðslu mannanna.

 

Heimsendir varð 2012 er býsna dramatísk setning, en hvernig má skýra hana? Veröld er sama orð og heimur eða world á ensku. Veraldarendir er því samheiti og heimsendir.

 

Veröld er gamalt norrænt orð sem þýðir tími mannsins. Ver er maður og öld er tímaskeið, (ekki endilega bundið við 100 ár).

 

Heimsendir eða veraldarendir þýðir þess vegna samkvæmt gamalli merkingu endir manns en ekki endir jarðar. Sá endir getur verið menningarhrun líka, eða hugmyndafræðilegt hrun, endalok hugmyndakerfis, stjórnmálakerfis eða hefða, eða skipulags.

 

Enn fleiri skýringa er þörf. Öld þýðir nefnilega upphaflega maður, eða menn. Maðurinn er markaður af tímaskeiði hans á jörðinni. Veröld er því tvítekning á maður.

 

Sé farið lengra í skýringar kemur enn fleira í ljós. Ver getur þýtt fleira en maður, það getur þýtt veiðistöð, eða landsvæði, eða sjór eða hafsvæði. Menn hafsins? Maður landsins? Er það heimurinn? Fólkið og sköpunin, náttúran. Þannig er orðið samsett, dauð náttúra og lifandi í einu orði, þaðan kemur merkingin heimur, náttúra. Veröld mun jafnvel merkja leið, samkvæmt fornri merkingu.

 

Það kom mér skemmtilega á óvart að fleiri en ég eru á því að heimsendir hafi orðið (eða hugsanlega orðið) 2012.

 

Þetta þýðir að við erum andlegar verur rétt eins og líkamlegar. Stundum fer hið andlega og efnislega saman en stundum ekki. Stundum fer hið andlega á undan þessu efnislega rétt eins og þegar eldingin sést áður en þruman heyrist.

 

Vonandi eru nógu margar andlega þenkjandi verur til á jörðinni svo afstýrt verði ógöngum þeim sem geta falizt í vandræðum komandi tíma.

 

Það segir sitt að spillingin hélt áfram í heiminum eins og ekkert hefði í skorizt 2010, eftir fjármálahrunið 2008 - 2009, það hlýtur að boða annað uppgjör síðar.

 

Mun Trump fremja valdarán eða mun hann stjórna á bakvið tjöldin? Verða miklar breytingar með Harris og Biden? Það er ekki ómögulegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 100
  • Sl. sólarhring: 110
  • Sl. viku: 607
  • Frá upphafi: 133045

Annað

  • Innlit í dag: 76
  • Innlit sl. viku: 463
  • Gestir í dag: 73
  • IP-tölur í dag: 72

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband