24.12.2020 | 02:18
Sorglega saga um konuna sem lézt og var ekki sinnt á bráðamóttökunni
Átakanleg saga og frétt í RÚV nýlega um konuna sem lézt 27. marz síðastliðinn út af skeytingarleysi starfandi lækna á bráðamóttökunni, hugsanlega vegna heimsfaraldursins, en það er ekki sannað. Sérlega sorglegt að sjá föðurinn í öngum sínum lýsa þessu.
Nú býst ég við að "opnunarsinnarnir" túlki þetta þannig að ef læknarnir hefðu ekki gert svona mikið veður útaf Covid-19 hefði konunni verið bjargað og hún fengið meðferð við hæfi, vegna síns sjúkdóms, en það eru fleiri hliðar á þessu máli. Eins og faðirinn sagði í viðtalinu, Covid-19 eða ekki átti konunni að vera sinnt sómasamlega í öllu falli. Alma landlæknir fær hrós frá mér fyrir að vekja athygli á þessu og vilja grípa til aðgerða þannig að svona muni helzt ekki endurtaka sig.
Nú veit ég að áður hefur eitthvað svipað gerzt. Amma mín í móðurættinni dó 28. desember 1985, en henni hefði verið hægt að bjarga hefði hún farið í rannsókn, en heimilislæknirinn sinnti því ekki, sendi hana bara í nudd við bakverk sem ekkert hjálpaði, enda dánarorsökin æðagúlpur við hjartað. Það hefði verið hægt að setja klemmu þarna og bjarga henni, var okkur sagt síðar. Eyjólfur heimilislæknir hafði engan áhuga á því að senda hana í neinar rannsóknir, en amma var ekki vön að kvarta ef hún fann til, þannig að það var ástæða til að taka mark á því þegar hún fann til.
Að lokum, af hverju var ekki búið að reisa sérstakt aukasjúkrahús til vara, því allir gátu sagt sér það fyrir að heimsfaraldur myndi brjótast út fyrr eða síðar, það var bara tímaspursmál, og það var almennt viðurkennt.
Að minnsta kosti hefði átt að opna aukadeild fyrir bráðamóttöku Covid-19 sjúkra, svo bráðamóttakan gæti sinnt sínum skyldum að fullu. Svo nauðsynleg starfsemi má ekki skerðast, hvort sem heimsfaraldur kemur eða ekki.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Líta femínistar í eigin barm? Er ástæða fyrir bakslaginu?
- Jahve er djöfullinn og hann stendur á bakvið öll stríð, og er...
- Sjálfstæðismenn þurfa að sinna menningarmálum meira
- Vinstrimenn ættu að skammast sín, en ekki hægrimenn. Mengun e...
- Dyrfjöllin að Hábraut 4 í Kópavogi - í bernskuupplifun minni
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 40
- Sl. sólarhring: 130
- Sl. viku: 609
- Frá upphafi: 127045
Annað
- Innlit í dag: 23
- Innlit sl. viku: 473
- Gestir í dag: 21
- IP-tölur í dag: 21
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.