23.12.2020 | 19:35
Baldur - Kristur - Sólin ósigrandi - Sunna - Nanna - Sóla - Sól
Í gær var ég að ræða við guðfræðing, vin minn og hann fór að tala um að Kristur hefði ekki fæðzt á þessum tíma (25. desember) heldur að vorlagi samkvæmt spekingum. Talið barst að því að jólin eru alheiðin hátíð upphaflega til að fagna hinni ósigrandi sól meðal Galla og Rómverja, og annarra sem höfðu talsverð völd og áhrif á okkar menningu.
Baldur var og er sólarguð okkar norrænna manna. Hann mun hafa verið jafnvel tignaður fyrir 10.000 árum og 20.000 árum meðal fólksins á ísöldinni. Nafn hins norræna guðs Baldurs er jafnvel eldra en stofninn bel og bal, sem víða finnst, og merkir bjartur, hvítur, skínandi, eins og sólin sjálf. Við norrænir og germanskir menn erum afkomendur Neanderdalsmanna, sem voru uppi á ísöldinni og trúðu þessu, þurftu á þessari trú að halda til að lifa af.
Samkvæmt fornum heimildum, eldri en Snorra Eddu var goðsögnin öðruvísi. Baldur stýrði sólarvagninum um himinhvolfið og á hverju ári fór hann niður til Heljar, og þá erum við enn að fylgjast með sólinni lækka á lofti, Baldri, og svo eftir að Sól, dóttir hans og Sunnu, konunnar hans, sem fer niður til Heljar að ná í hann og sigra Hel, er getin kemur hann til baka, og sólin hækkar á lofti.
Þetta mun vera sú goðsaga sem stendur föstum fótum í sál okkar, gleymd eða ekki. Jólin voru kynsvallshátíð og matarsvallshátíð á þessum heiðna tíma, því mennirnir trúðu því að þeir væru að hjálpa til við að sigra Hel, og hjálpa til við að Sól yrði til, dóttir Baldurs og Sunnu, á hverju einasta ári. Það var því um að gera að fá hlýjuna aftur með blótinu og öðrum athöfnum mannanna. Ennþá trúum við þessu og ennþá taka goðin í Valhöll blót okkar gild og trú okkar þótt undir kristnum formerkjum sé og hafi verið í nokkurn tíma.
Höður bróðir Baldurs, hinn blindi er ástarguðinn. Ekki mun hann drepa Baldur af slysni árlega, heldur er önnur goðsögn sem lýsir því. Höður mun vera ástarguðinn og svo fagur að engin gyðja eða kona stenzt hann. Sunna, kona Baldurs, svíkur mann sinn og velur Höður, og Baldur deyr úr ástarsorg, og fer þar með til Heljar, þar sem hann deyr ekki með sverð í hönd á vígvellinum. Þetta er endurtekinn atburður, blótathöfn sem þarf að endurtaka árlega. Þar sem enginn deyr þó í raun í Ásatrúnni er hann lifandi í Helju, og er endurheimtur þegar Hel sleppir tökunum og er vegin af Sunnu og honum.
Nafnið Höður er sennilega skylt hauður, eða land. Í hugum fornmanna voru ástarleikir hluti af því að sýna ættjörðinni trúnað, og ástin til Höðurs því ástin til fósturjarðarinnar, ættjarðarástin holdi klædd getur því Höður talizt.
Kóróna Krists eða geislabaugurinn á að vera til að halda í þessa hefð, eins og hún er sýnd á málverkum liðinna alda, og svo var Kristur talinn einhverskonar sólarguð, þar sem fólki var tamt að hugsa þannig sem vanizt hafði öðrum trúarbrögðum.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 2
- Sl. sólarhring: 107
- Sl. viku: 674
- Frá upphafi: 133354
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 510
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.