21.12.2020 | 22:32
Þjóð meðal þjóða, Ólína Kjerúlf, erum við það ekki?
Í viðtalinu á Útvarpi Sögu sem ég fjallaði um nýlega hér í pistli lét Samfylkingarkonan Ólína Kjerúlf í það skína að við værum ekki þjóð meðal þjóða án þess að vera í Evrópusambandinu, hún orðaði það raunar ekki þannig, heldur án alþjóðasamvinnu. Þó notaði hún orðasambandið "þjóð meðal þjóða", að við myndum vera "þjóð meðal þjóða" með aukinni alþjóðasamvinnu og minni spillingu. Hún ýjaði að þessu, að það sem uppá vantaði hjá okkur væri Evrópusambandsaðildin. Kemur manni ekki á óvart, þegar maður þekkir stefnu Samfylkingarinnar.
Þetta er þó auðvitað rangt. Við erum nefnilega þjóð meðal þjóða. Hugtakið á við um sjálfstæðar þjóðir, sem við erum á pappírunum. Það hefur einmitt verið undan því quartað að við tökum of mikið mark á Evrópusambandinu og séum þessvegna ekki þjóð meðal þjóða. Þetta er raunar alþekkt, að röksemdum og setningum er snúið uppá pólitíska andstæðinga, til að rugla fólk og búa til moldviðri.
Sannleikurinn er sá að við erum þjóð meðal þjóða, við þurfum einmitt að hafa kjark til að fjarlægjast vélrænar fyrirskipanir Evrópusambandsins til að auka sjálfstæðið meira.
Dr. Helgi Pjeturss talaði um íslenzka snilld og mikilvægi þess að hugsa íslenzkar hugsanir. Það verður ekki gert með því að steypa alla í sama mót með alþjóðavæðingunni og fjölmenningunni heldur með því að efla sjálfstæða hugsun, heimspekimenntun og hvetja börn og unglinga til að spyrja gagnrýnna spurnina og hlúa að frumkvöðlastarfi, sem reyndar er gert, og skilur Lilja menntamálaráðherra það vel.
Mín tilgáta er sú að fólk sem snýr svona sannleikanum á hvolf sé komið í rökþrot og finni að stefna þess er að bíða skipbrot, jafnaðarstefnan, fjölmenningin og alþjóðavæðingin í þessu tilfelli. Samfylkingin, Viðreisn, Píratar og fleiri flokkar þurfa að átta sig á þessu í stað þess að nota gamlar klisjur um Sjálfstæðisflokkinn.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Öfgar til vinstri kalla á öfga til hægri
- Það er sama hvað gerist, sjálfseyðing Vesturlanda er á sjálfs...
- Ekkert eða fátt breytt? Hlutverkaleikur? Inga Sæland í gervi ...
- Spænska veikin var af fuglaflensustofninum. Þessa sýkingu þar...
- Okkar vestræna þjóðfélag sem Nató-Kata og Nató-Þórdís Kolbrún...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 73
- Sl. sólarhring: 75
- Sl. viku: 853
- Frá upphafi: 130025
Annað
- Innlit í dag: 57
- Innlit sl. viku: 646
- Gestir í dag: 49
- IP-tölur í dag: 49
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.