21.12.2020 | 16:27
Vonandi meira en bara pólitísk hrossakaup
Það má vel vera að hálendisþjóðgarðurinn sé hið bezta mál, en pólitísk hrossakaup ættu að heyra sögunni til. Þegar landið er skiptimynt í valdatafli stjórnmálaflokkanna erum við á sömu villigötum og áður.
Annars var stór hluti Víglínunnar á Stöð 2 í gær tekinn undir þetta mál. Guðmundur Ingi Guðbrandsson hefur vakið athygli fyrir að ganga hart fram í umhverfismálum og vera sköruglegur, pólitískum andstæðingum finnst hann öfgamaður. Í sjálfu sér er það ágætt að umhverfismál fái gott vægi. Það er þó augljóst að jafnvel orðið "hálendisþjóðgarður" er ekki trygging fyrir því að vel verði með landið farið. Við höfum dæmi um hvernig áform hafa farið útum þúfur. Fleiri stjórnmálamenn eiga eftir að koma að þessu síðar.
Annars eru þetta ágæt skilaboð, að landið sé dýrmætt og það beri að friða. Kannski Íslendingar læri jafnvel þjóðarstolt og þjóðernistilfinningu, að kaldhæðnu einstaklingarnir læri að eitthvað sé dýrmætt við landið. Ég er þannig frekar ánægður með umhverfisráðherrann, og tel að þetta sé djarlega unnið og gert. Óheftur kapítalismi hefur víst unnið nægan skaða á þessu landi eins og annarsstaðar.
Einnig sýnir þetta mál að nú eru Vinstri grænir að verða sjálfstæðari aftur, kljúfa sig frá Sjálfstæðisflokknum, sýna sérstöðu sína því kostningar nálgast. Þetta mál sýnir vald Vinstri grænna innan samstarfsins enn einu sinni. Fóstureyðingalöggjöfin frá því í fyrra gerði það einnig, mál sem sjálfstæðismenn hefðu aldrei samþykkt undir eðlilegum kringumstæðum annars.
Er ekki kominn tími til að Sjálfstæðisflokkurinn fari að gleðja sína kjósendur og sýna að þeir séu ekki bara að lúffa fyrir Vinstri grænum?
Merkilegt hvað Vinstri grænir og Sjálfstæðisflokkurinn vinna vel saman. Það afsannar fullyrðingu Samfylkingar og Pírata að þeir séu ómögulegir í samstarfi. Ég efast um að Vinstri grænir hefðu fengið meira en þetta fram í samstarfi við Samfylkinguna á þessu kjörtímabili.
Þjóðgarðurinn virðist vera pólitísk hrossakaup | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Öfgar til vinstri kalla á öfga til hægri
- Það er sama hvað gerist, sjálfseyðing Vesturlanda er á sjálfs...
- Ekkert eða fátt breytt? Hlutverkaleikur? Inga Sæland í gervi ...
- Spænska veikin var af fuglaflensustofninum. Þessa sýkingu þar...
- Okkar vestræna þjóðfélag sem Nató-Kata og Nató-Þórdís Kolbrún...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 7
- Sl. sólarhring: 85
- Sl. viku: 755
- Frá upphafi: 130040
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 587
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.