18.12.2020 | 21:40
2020 kemur enn á óvart
Árið 2020 heldur áfram að koma á óvart með ömurlegum atburðum af öllu tagi. Íslendingar eru þó þekktir fyrir samstöðuna á svona tímum, en það er eins og árið 2020 sé þverskurður af 1918, 1995 og fleiri erfiðum árum þjóðarinnar.
Samúð mín er með Seyðfirðingum. Ennþá einu sinni erum við minnt á að hremmingar fortíðarinnar geta endurtekið sig.
Hvernig geta svo margir hörmulegir atburðir hlaðizt á eitt ár, 2020? Hvernig verður svo næsta ár?
Viðbrögð Katrínar eru rétt, fólkinu verður hjálpað, og flóðavarnir styrktar. Þetta ætti einnig að verða fólki áminning um að aðvaranir um breytt veðurfar eru ekki samsæriskenningar, hamfarahlýnunin tekur á sig margar myndir. Hættum að gagnrýna samsæriskenningar, og skoðum hverjar þeirra eru sannar eða gætu verið sannar, þó ekki sé nema að einhverju leyti.
Missti 113 ára hús og býr sig undir að fara burt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 42
- Sl. sólarhring: 164
- Sl. viku: 742
- Frá upphafi: 133288
Annað
- Innlit í dag: 34
- Innlit sl. viku: 537
- Gestir í dag: 32
- IP-tölur í dag: 32
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.