Allos, allur, aljaz og fleiri skyld orð.

Íslenzkan er í grunninn fornmál eins og gríska og latína. Enda er hún eitt helzta stolt okkar Íslendinga. Orðið alien á ensku hefur stundum verið þýtt sem ókunnugur maður, gestur, aðkomandi, geimvera eða óvinur, andstæðingur, útlendingur, sá sem er öðruvísi og kemur annars staðar frá.

Allos á grísku getur þýtt annar, en heteros öðruvísi.

Alius á latínu þýðir það sama. Uppruninn er talin fornindóevrópska rótin hélyos, eða hel, sem mun hafa þýtt fyrir handan, eða annar.

Gyðjan eða tröllynjan Hel getur hafa verið fyrsta orðið, eða nafnið sem kom þessu inní forngermönsk tungumál. Þá er Ásatrúin mörg þúsund ára gömul og jafngömul og elztu tungumálin gerönsku, eða eldri, sem hlýtur að vera. Af heitum goðanna hafa þá önnur orð sprottið, og af heitum trölla og tröllynja.

Allur kann að hafa þýtt framandi á íslenzku, fyrrum. Það er að segja, hið staðbundna er hið þekkta en heildin er óþekkt. Sennilega mun slík hliðarmerking hafa verið fremur sjaldgæf, nema í fyrndinni, fyrir meira en 2000 árum, og þá þar sem forníslenzkan var töluð í Evrópu. Stofn þessa orðs er mjög gamall, og nær lengra en stofn latínunnar og grískunnar greinilega.

Annað orð á íslenzku sem kann að vera mun eldra en menn geta ímyndað sér er aleinn sem nú er lýsingarorð á okkar tíma. Nafnorðið aljenn má kalla forngermanskt, eða orðið aljaz, sem merkir annar. Aljenar munu þá vera útlendingar eða þeir sem framandi eru.

Ekki býst ég endilega við að nútíma Íslendingar fari að taka aftur upp þessi fornu orð, sem sum voru í notkun fyrir svona löngu, en þetta mætti kalla nýyrði, orð forfeðra okkar og formæðra sem tengja saman germanskar þjóðtungur af ýmsu tagi. Eða, gleymd fornyrði verða nýyrði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 158
  • Sl. viku: 701
  • Frá upphafi: 133247

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 504
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband