Ennþá meiri femínismi, hvað annað?

Hér ætla ég að leggja út af frétt sem birtist í DV, "Sólborg leiðir starfshóp um eflingu kynfræðslu í grunn- og framhaldsskólum". Eins og svo oft áður eru femínistar með innrætingu og trúaráróður undir yfirskini kynfræðslu eða annars sem skárra er talið.

 

Sólborg Guðbrandsdóttir er laganemi og mun hún væntanlega stefna að því að koma femínískum áherzlum enn frekar inní dómskerfið, eins og þörf sé á því. Auk þess er hún tónlistarkona og fyrirlesari, og über femínisti, fávitafræðingur. Maður fer óhjákvæmilega að mynda orð eins og fáfræðari, fávitafræðari, fávitringur og óviti, eða ærskýrandi. Orðið ærskýrandi er stórskemmtilegt sem andheiti við orðið hrútskýrandi. Ærskýring væri því útskýring kvenna sem vilja hafa vit fyrir körlum á meðan hrútskýring er útskýring karla sem vilja hafa vit fyrir konum, eða karlrembuútskýring, og ærskýring því kvenrembuútskýring.

 

Nóg um það. Menntamálaráðuneytið hefur tekið málið uppá sína arma til að vera eins og önnur vestræn ríki sem rembast við að úrkynjast sem mest í þessum efnum. Sólborg mun leiða þennan starfshóp og þetta eru aðgerðartillögurnar eins og þær eru kynntar, en starfinu á að ljúka í maílok 2021.

 

Ég ætla að fara yfir aðgerðartillögur þær sem nefndar voru í fréttinni og útskýra hvað ég tel þær þýða í raun.

 

1. Að gera tillögu að framkvæmd kennslu í kynfræðslu og ofbeldisforvörnum á grunn- og framhaldsskólastigi.

 

Hvað þýðir þetta á mannamáli? Jú, athyglinni verður væntanlega beint að strákamenningunni sérstaklega og henni úthýst sem skaðlegri. Enn frekara brotthvarf unglingspilta úr framhaldsskólunum hlýtur að fylgja í kjölfarið. Þeim finnst þeim úthýst úr skólakerfinu enn frekar en áður sem afleiðingu af þessu. Vonandi eitthvað jákvætt við þessa fræðslu samt, en það á að vera mögulegt að sinna slíkri fræðslu án áróðurs í kvenrembufræðum og öfgafemínisma.

 

2. Láta vinna stöðukönnun á framkvæmd kynfræðslu í grunn- og framhaldsskólum þar sem m.a. komi fram viðhorf skólastjórnenda, nemenda og kennara.

 

Hvað þýðir þetta á mannamáli? Leitað verður að öllum röngum skoðunum og reynt að uppræta þær. Kommúnistaflokkurinn í Sovétríkjunum var duglegur við það sama.

 

3. Taka afstöðu til hvort og þá hvaða breytingar þurfi að gera á aðalnámskrám grunn- og framhaldsskóla, á inntaki kennaramenntunar, hlutverki skólahjúkrunarfræðinga, námsráðgjafa og tómstundafræðinga til að kynfræðsla á þessum skólastigum verði með fullnægjandi hætti.

 

Þetta virðist í lagi, í þessu virðist ekki felast þessi hvöt til innrætingar og ítroðslu á skoðunum femínismafasismans.

 

4. Gera tillögur um með hvaða hætti bezt sé að miðla fræðslu um kynlíf og kynheilbrigði.

 

Þetta hljómar sakleysislegt og eðlilegt eins og margt sem gert er á öfgarófinu undir sakleysislegu yfirskini. Þarna les maður á milli línanna að mikið eftirlit verður með krökkunum og hegðun þeirra, kannski eftirlitsmyndavélar í skólunum til að stöðva allt óæskilegt í fæðingu áður en af því verður. Þetta er alveg í stíl við aðrar þjóðfélagsbreytingar sem eru að verða í kommúnískum eftirlitsanda og reglugerðaíþyngjandi anda.

 

Varla þarf að taka fram að starfshópinn skipa aðallega konur sem eru "innmúraðar og innilokaðar" (snilldarlegt orðalag sem ég held mikið uppá sem haft er eftir Styrmi Gunnarssyni og á svo vel við í þessu sambandi) í femínískri hugmyndafræði og öllum þeim greinum sem tengjast slíku. Öll hefur vinnan á sér andblæ trúarandaktar hins fullkomna rétttrúnaðar sem ríkja skal.

 

Mér finnst þetta broslegt og sorglegt í senn, grátbroslegt, að verið sé að eyða fjármunum og tíma í eitthvað af þessu tagi sem hefði átt að teljast úrelt fyrir nokkrum áratugum þegar fullu jafnrétti var náð, en ekki því öfgajafnrétti sem þessir aktívistar hafa verið að vinna að síðan, enda eins og máltækið segir, mikið vill meira.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 85
  • Sl. sólarhring: 98
  • Sl. viku: 744
  • Frá upphafi: 127287

Annað

  • Innlit í dag: 53
  • Innlit sl. viku: 556
  • Gestir í dag: 43
  • IP-tölur í dag: 43

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband