10.12.2020 | 23:09
Saga úr kennaraverkfallinu frá 1984
Ég vil hér deila minningu með lesendum sem gefur innsýn skemmtilega í fortíðina. Ég var að horfa á þáttinn "Á líðandi stund" frá 1986 endursýndan á RÚV, og Ómar Ragnarsson meðal stjórnenda. Tekið var viðtal við Össur Skarphéðinsson þáverandi ritstjóra Þjóðviljans. Sýnt var stutt myndband tekið af ritstjórum og blaðamönnum þess tíma. Skyndilega laust niður í mig minningu um atvik sem ég hafði steingleymt en er nokkuð skemmtilegt og sérstætt.
Þetta gerðist í BHMR verkfallinu 1984. Þá bjó ég til langa teiknimyndasögusyrpu um stjórnmálamenn þess tíma, þegar ég var í fríi frá skólanum. Reyndar var ég þá einnig að ljúka við fyrstu teiknimyndasöguna um Jóa og félaga, en það er önnur saga.
Góð kona úr föðurfjölskyldunni minni sá hjá mér myndasöguna og taldi hana geta glatt fleiri en mig, jafnvel landsmenn alla, og keyrt var upp á Þjóðvilja til að bjóða söguna til birtingar, en kannski fyrst hjá Morgunblaðinu, en þar sem Albert Guðmundsson var í aðalhlutverki var talið réttara að sýna Þjóðviljanum hana.
Þessir ágætu menn ræddu við mig feiminn unglinginn 14 ára gamlan nokkurt skeið á ritstjórninni, ég man eftir andlitunum sem sýnt var úr þættinum, og skoðuðu myndasöguna, en úr varð að ekki kæmi þetta vel út í blaðinu litað með trélitum og tússlitum þar sem litgreiningu skorti.
Það var svo jákvætt hérna fyrr á árum þegar ritstjórar svona stórra dagblaða gáfu sér tíma til að ræða við allskonar fólk og jafnvel unglinga. Myndasagan mín var næstum því birt.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 102
- Sl. sólarhring: 127
- Sl. viku: 802
- Frá upphafi: 133348
Annað
- Innlit í dag: 87
- Innlit sl. viku: 590
- Gestir í dag: 81
- IP-tölur í dag: 80
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.