Kommúnistar og jafnaðarmenn enn við völd í Kópavogi?

Verkin dæma, ekki merkin sem maður setur á sig eða aðrir. Hægrimenn hafa færzt til vinstri og á miðjuna lengi. Verk sjálfstæðismanna eru mörg hver farin að minna á verk jafnaðarmanna og vinstrimanna, útbólgið kerfið ekki sízt, ríkið og sveitafélögin. Þetta er svo sem þróun sem hefur átt sér stað nokkuð lengi.

 

Nú finnst mörgum keyra um þverbak með það hvernig bæjarstjórinn í Kópavogi, sjálfstæðismaður hermir eftir Degi B. Eggertssyni borgarstjóra í Reykjavík með þær áherzlur að þétta byggðina í Kópavogi, á ég þar auðvitað við áætlaða háhýsabyggð í miðbæ Kópavogs, Hamraborginni. Dæmin eru fleiri um það hvernig sjálfstæðismenn undir stjórn Ármanns Kr. Ólafssonar hyggjast þétta byggð í Kópavoginum, sem maður hefði talið stefnu jafnaðarmanna og vinstrimanna.

 

Það er vitað að Kópavogur var kallaður kommabær og kratabæli um áratuga skeið áður en Gunnar I. Birgisson og Sigurður Geirdal tóku þar við stjórninni. Vel má finna eitthvað jákvætt við stjórnunarhætti allra þessara bæjarstjóra sem hafa verið við völd, en hér í þessum pistli vil ég fjalla um andstæðurnar þéttingu eða grisjun byggðar sérstaklega og hvort sé meira einkenni hægristjórnar og frjálshyggjustjórnar.

 

Aðeins þarf undirstöðuskilning á hugtökunum hægri og vinstri til að skilja og viðurkenna að þétting byggðar er einkenni vinstristjórnmála og jafnaðarstefnustjórnmála en grisjun byggðar er einkenni hægristjórnmála.

 

Það er vegna þess að grisjun byggðar felur í sér landnemahugtakið, að fólk byggi sér einbýlishús á ónumdu landi með víðernin í kringum sig. Til þess þarf sterka einstaklinga sem treysta á einstaklingsfrelsið, sem er kjarni hægristefnunnar.

 

Ég þekki þetta af eigin raun. Afi minn, Jón Agnarsson, var frumbyggi, kom að ónumdu landi 1946 og byggði sér hús og verkstæði sjálfur, var sjálfstætt starfandi vélvirki allt sitt líf. Bróðir hans Ingvar Agnarsson var einnig frumbyggi og byggði sitt hús á Borgarholtinu, þar sem kirkjan reis síðar.

 

Það er einnig inntak sjálfstæðisstefnunnar að lyfta verkum einstaklinganna í hæðir, og viðurkenna það sem vel er gert. Ekki til að gera lítið úr öðrum, heldur til að hvetja aðra til dáða á sama grundvelli.

 

Hvaða fólk mun flytjast inní þessi háhýsi í Kópavoginum þegar fram líða stundir? Það þarf engan snilling til að svara því, flóttamenn og útlendingar. Frjósemin fer minnkandi meðal norrænna manna, en stöðugt er þörf fyrir flóttamannanýlendur eins og Ísland í Evrópu og víðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 84
  • Sl. viku: 665
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 487
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband