Lýtalæknirinn Elísabet sem veldur deilum

Elísabet lýtalæknir fór hvorki í sóttkví né sýnatöku, lögreglan tvístígur eins og Geir og Grani, hún hefur ekki lækningaleyfi og mörgum finnst hún mikill brautryðjandi að gefa svona yfirvöldum langt nef.

 

Þetta mál hefur margar hliðar. Lýtalækningar er nú eitt af þessum fögum sem mætti banna án þess að þjóðarbúið tapaði á því, gróði ætti að hljótast af slíku, því störf sem ekki efla gjaldeyristekna en efla aðeins heimsku og hégóma okkar mannanna eru ekki uppá marga fiska.

 

Að kynnast þróun helstefnuhnatta og lífstefnuhnatta hjá Nýalssinnum hefur kennt mér ýmislegt um það hvernig gott fólk breytist í vont fólk þegar það fer að starfa við eitthvað sem eykur ekki mannvirðið eða lífsvirðið heldur hið þverstæða, byggist á því að efla öfund og síngirni.

 

Tökum bara þetta fólk sem er frægt fyrir að vera frægt. Líkami þess er oft vígvöllur mismunandi skoðana um hvaða útlit er nýjasta trendið. Þetta er auðvitað grátbroslegt. Það er búið að búa til nýja stétt sem er einhverskonar sýningargripur, og á sama tíma þykjast femínistar vinna á móti hlutgervingu líkamans! Hvernig er hægt að taka femínista alvarlega þegar þeir handvelja hvaða hlutgerving líkamans er leyfileg hverju sinni? Er það þroskandi fyrir sálina að fara í fitusog eða lýtaaðgerðir? Er ekki betra að virða og elska líkamann eins og hann er?

 

Af hverju tvístíga þá Geir og Grani lögreglumenn sem aldrei fyrr út af frú Elísabetu? Veit ekki lögreglan eins og er, að ef tekið verður hart á frúnni mun mótmælendabylgja rísa upp, þar sem nógu margir eru sammála henni, þótt ekki sé það meirihluti þjóðarinnar?

 

Hvar er þá þjóðin stödd? Er hún ekki stödd í upplausn og stjórnleysi? Það lítur út fyrir það. Ef stjórnvöld hræðast mótmælendur er lýðskrumið allsráðandi.

 

Ég er ekki að gagnrýna góða kjarnann sem býr innst í okkur öllum, heldur manneskjurnar sem eru orðnar allt öðruvísi manneskjur eftir að hafa lifað í þessu yfirborðsmennskusamfélagi nútímans. Við þurfum ekki allt þetta prjál, við þurfum ekki að rífast út af léttvægum hlutum.


mbl.is Elísabet útskýrir brottreksturinn frá Landspítala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.11.): 27
  • Sl. sólarhring: 31
  • Sl. viku: 782
  • Frá upphafi: 126190

Annað

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 571
  • Gestir í dag: 22
  • IP-tölur í dag: 22

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband