Ljóð eða söngtexti frá 1985 og túlkun. Rifjar upp soda stream, ofl.

Hér kemur ljóð frá 6. desember 1985. Þann dag samdi ég fyrsta lagið sem ég flutti opinberlega, í Digranesskóla, á Litlu jólunum það ár. Þetta er að vísu ekki textinn við það lag, en annar texti frá sama degi, eða ljóð, söngtexti.

 

Það er gaman að skoða svona gamla texta. Þarna kemur fyrir orðið sódastreymi, sem hlýtur að hafa verið þýðing á soda stream, vinsælu fyrirbæri á þessum árum. Snemma hef ég fengið áhuga á góðu, íslenzku máli og þýðingum á enskuslettum.

 

 

Ástin kemur inní þetta, en ég skil ekki enn af hverju ég tala og skrifa svona mikið um móðganir þarna. Ég skil ekki ennþá fullkomlega öll þau ljóð sem ég hef skrifað. Kannski geta bókmenntafræðingar útskýrt þetta betur.

 

Orðið fótadama á sér skemmtilegar útskýringar. Ein stelpa sem vakti athygli mína gekk berfætt í skónum sínum eða alveg berfætt í skólanum. Ég orti stundum um hana.

 

Svo er þarna skrifað um sígarettur, sem þótti sjálfsagt á þeim tíma, en í dag er slíkt komið í algeran meirihluta. Þótt sjálfur hafi ég ekki orðið tóbaksnotandi var þetta svo mikið í umhverfinu að þetta fór inní kveðskapinn hjá manni, auk þess sem ég hélt mikið upp á Lukku Láka, þann forfallna keðjureykingamann, á þeim árum, teiknimyndapersónuna frægu. Síðan var hann látinn hætta reykingum og strá sett uppí munninn á honum í staðinn.

 

Ég gæti vel haft áhuga á að birta fleiri söngtexta og ljóð. Í svoleiðis verkum koma oft fyrir samtímaspeglar, lýsingar á manni sjálfum og öðrum. Skemmtilegast er að reyna að túlka eitthvað torrætt í þessu eftirá.

 

 

 

Ég er móðgaður út af þér

 

Móðgaður fer ég út úr húsi,

því ég var ekki sá fúsi

á meðan aðrir sögðu nei.

Útskýrðu viðbrögðin fyrir vindinum

sem klæðist fölu og eyddu bindunum

ef ég bið um þess konar mey.

 

Viðlag: 

 

Ég er móðgaður út af þér

því þú ert ekki ber,

alltaf nærðu að særa mig

þótt ég sé bara að næra þig.

 

Hún var fótadama í feimnu brosi

á meðan ég fæddist í lostagosi

og varð að hreyfa mig of hratt.

Hún var gleraugnapía í glasi

og ég var á borðinu eins og vasi,

og hinir fóru jafnvel á því flatt.

 

Hún var kúlulega í kúluhúsi

og ég var skemmtanastjóri í nýju djúsi

og ég vel bara þitt sódastreymi.

Fáðu þér sígarettu úr hylki handa

ef það leysir einhvern vanda,

en hún kemur alltaf úr öðrum heimi.

 

Hver hefur tíma endalaust?

Hver segir að aldrei komi haust?

Gróðursetti hann vonir og gott karma?

Skiljum við hvort annað

á meðan ekkert er bannað?

Ó þarna kemur hún alltaf tilbúin fyrir garma.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.1.): 23
  • Sl. sólarhring: 71
  • Sl. viku: 473
  • Frá upphafi: 132206

Annað

  • Innlit í dag: 19
  • Innlit sl. viku: 372
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband