29.11.2020 | 03:48
Um stjórntæki og andstæðar stjórnmálafylkingar.
Fyrst VG hefur unnið prýðilega með Sjálfstæðisflokknum má búast við að aðrir vinstriflokkar geti það, jafnvel Samfylkingin þrátt fyrir yfirlýsingar formanns hennar. Heiða Björg hefur verið mildari í afstöðu sinni og talað um skoðanaágreining frekar en að útilokað sé að vinna með flokknum.
Píratar eru ekki taldir stjórntækir af mörgum, ekki að ástæðulausu. Upphlaup þeirra hafa ekki verið traustvekjandi. Sömuleiðis eru yfirlýsingar Þorgerðar Katrínar um að Viðreisn sé hinn eini sanni frjálslyndi flokkur landsins ótrúverðugar, þegar maður sér að aðrir flokkar feta sömu braut, meira og minna.
Það er áhugavert að bera þessa þrjá flokka saman, Samfylkinguna, Pírata og Viðreisn. Samfylkingin byggir á elzta grunninum, sem arftaki Alþýðuflokksins, sem Jónas frá Hriflu átti þátt í að stofna. Föðurfjölskylda mín er mjög tengd Alþýðuflokknum og Samfylkingunni, enda er ég skyldur Guðmundi Gíslasyni Hagalín rithöfundi, hann var bróðir ömmu minnar í föðurætt, og var virkur í Alþýðuflokknum á sínum tíma.
Þar sem ég ólst upp var þó alltaf keypt Morgunblaðið. Ekki var þó sú stefna sem réð á því heimili gróðahyggja heldur sveitarómantík hins gamla Sjálfstæðisflokks.
Eru Píratar stjórntækir eða Viðreisn? Ef miðað er við unga ráðherrann okkar hana Áslaugu Örnu getur maður ekki séð árekstra við þannig flokka. Sjálfstæðisflokkurinn er ólíkindatól og flokkur ólíkra sjónarmiða. Bjarni Ben umber margt í þeim flokki.
Ég hélt að þetta yrði miklu íhaldssamari ríkisstjórn en hún hefur reynzt. Kannski er það rétt hjá Þorgerði Katrínu að þrír Framsóknarflokkar skipi hana. Ekki er það þó rétt að ófrjálslynd sé þessi ríkisstjórn, öðru nær. Verkin sanna merkin. Frjálslyndi hefur aukizt eiginlega á öllum sviðum undir henni, fóstureyðingar gefnar næstum frjálsar, meiri rýmkun á réttindum margvíslegra hópa, og hitt og þetta "uppfært" sem talið hefur verið "úrelt", (þótt ekki sé ég sammála slíkum skilgreiningum).
Mér finnst ríkisstjórnin hafa staðið sig vel í sóttvarnaraðgerðum sínum. Ég er eiginlega bara prýðilega sáttur við ríkisstjórnina á þessu ári, og útspil Bjarna Benediktssonar til að koma til móts við tekjulægstu hópana spilar þar mikið inní.
Ekki hefur fréttzt af áætlunum dómsmálaráðherra um að leysa upp íslenzku nafnahefðina, eða hvort það hefur gengið eftir. Góðir ráðherrar hlýða ekki lýðskrumi og duttlungum stjórnleysingja heldur koma því í gegn sem jafnvel stjórnleysingjar þola ekki en er gott fyrir land og þjóð, og eflir þann grunn sem þjóðræknin þarfnast.
Það er þannig með allar ríkisstjórnir að verk þeirra eru bæði góð og slæm. Sumt er þó afleitt. Þetta tvennt hefur mér þótt arfaslæmt, að gefa eftir meðgöngurofið svokallaða svo snemma og svo að vilja leysa upp nafnahefðina og mannanafnanefnd. Ýmislegt annað hefur mér heldur ekki litizt of vel á en þagað yfir.
Ég er þó viss um það að réttlætið sigri að lokum og komi í ljós, þessa heims eða annars. Ég er alveg handviss um það, að ef Sjálfstæðismenn eru ekki staðfastir verði það verst fyrir fylgi flokksins, því það eru engin takmörk fyrir því hversu langt sumir aðrir flokkar og fylgismenn þeirra vilja ganga í "frjálslyndisáttina" eða stjórnleysisáttina öllu heldur. Það verður gengið á lagið, ef undan verður látið með ýmis mál, það hlýtur bara að vera.
Hvernig flokkur er Vinstri grænir núna? Manni virðist þetta hópur einstaklinga sem koma sínum hugðarefnum á dagskrá, sem að vísu standa á svipuðum hugmyndafræðilegum grundvelli, en virðast þó óhræddir við að láta undan frjálshyggjunni í íhaldinu. Mér finnst sennilegt að Sósíalistaflokkurinn dafni á þeirra kostnað næst, þar er þessi klassíski kommúnismi sem margir elska, sem eru sanntrúaðir í þeim efnum.
Áslaug Arna er mjög öflugur stjórnmálamaður, og ég vona að hún eigi eftir að eflast að vizku og þroska. Það er heldur engin skömm að því að skipta algerlega um skoðun og leggja fram frumvörp og mál sem endurheimta það sem tapazt hefur og glatazt í heimskupörum ráðherra þar á undan.
Ég trúi því að Samfylkingin sé ábyrgari flokkur en Píratar og Viðreisn. Hann byggir á eldri grunni og þar er margt reynt fólk innanborðs. Stundum finnst mér bera á persónulegri óvild Þorgerðar Katrínar í garð fyrrverandi samherja í Sjálfstæðisflokknum. Píratar minna á uppreisnarunglinga á sterum.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.1.): 88
- Sl. sólarhring: 111
- Sl. viku: 538
- Frá upphafi: 132271
Annað
- Innlit í dag: 80
- Innlit sl. viku: 433
- Gestir í dag: 78
- IP-tölur í dag: 77
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Allt þetta lið sem situr á þingi er orðið að social communism democrat= fascism! Hvenær ætlar fólk að kveikja!!!
Agný, 29.11.2020 kl. 06:15
Margt til í því sem þú segir, en hvaða möguleiki er á að aðrir flokkar nái inn? Þú sérð nú Silfrið í dag, eini nýi flokkurinn sem fær athygli er Sósíalistaflokkurinn, harðasti kommúnistaflokkur sem hefur komið fram EVER á þessu landi. Það sýnir hvernig RÚV er. Það er eins og þetta fólk á RÚV og víðar sé forritað til að halda öllu niðri nema kommunum. Það er nú ekki ólíklegt að næst komi einhver samsuða af stóru flokkunum inná þing aftur. Vona samt að fólk fari að kveikja eins og þú segir. Lýðræðið er orðið lélegt.
Ingólfur Sigurðsson, 29.11.2020 kl. 17:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.