27.11.2020 | 17:53
Innan við helmingur Svía vill bóluefni.
Væri ekki rétt að Íslendingum byðust fleiri bóluefni en frá Evrópusambandinu, til dæmis þetta Spútnik frá Rússlandi sem komin er einhver reynsla af, eftir því sem sagt er í Útvarpi Sögu? Úr því að margir eru smeykir við þessa hraðmeðferð sem þróun lyfjanna hefur fengið auk samsæriskenninganna sem lengi hafa verið á sveimi um farsóttina og tilurð hennar ættu einhverjir sjálfstæðir vísindamenn að upplýsa almenning um kosti og galla mismunandi bóluefna eða hætturnar við þau.
Það er býsna mikill galli á opinberum starfsmönnum sem hafa hagsmuni að því að fylgja einni línu að þeir leyfa oft ekki nema einni skoðun að komast að. Til að sannfæra einstaklinga sem eru tortryggnir þarf meira til, eins og umsagnir sjálfstæðra vísindamanna sem hafa mismunandi sjónarhorn fram að færa.
Innan við helmingur Svía hyggst láta bólusetja sig gegn Covid-19 og það er merkilegt, oft hafa Íslendingar tekið sér Svía til fyrirmyndar. Anders Tegnell hefur ekki aðeins á samvizkunni dauðsföll af völdum Covid-19 sem ætti að vera nóg til að víkja honum úr starfi, heldur drómasýkitilfelli 2009 - 2010 af völdum bólusetningarherferðarinnar gegn svínaflensunni þá.
Upplýsingafundir almannavarna voru merkilegastir í fyrstu bylgju Covid-19, þegar Björn Ingi Hrafnsson var hæddur fyrir að bera samsæriskenningar á borð fyrir þríeykið, en það var einmitt sú gagnrýna umræða sem mér finnst góð, að koma með hinar hliðar málanna. Eftir þetta háð hefur heldur betur hægzt á honum, því miður, og hann spyr jafn venjulegra spurninga og aðrir. Þetta er dæmi um það þegar hæfileikar eru kæfðir niður vegna öfundar og hjarðhegðunar hins minnsta samnefnara.
Aldrei aftur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Hvernig ætti að vera hægt að bjarga bandarísku þjóðinni undan...
- Er Samfylkingin lengra til hægri en Sjálfstæðisflokkurinn? Rá...
- Áfengisdrykkja tengist sjálfstæði einstaklinganna, manndómsví...
- Þeir flokkar sem nú eru í ríkisstjórn verða að hjálpa landbún...
- Í þessari frétt endurspeglast elítuviðhorf wóksins og svo frj...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 82
- Sl. sólarhring: 136
- Sl. viku: 690
- Frá upphafi: 133161
Annað
- Innlit í dag: 52
- Innlit sl. viku: 520
- Gestir í dag: 48
- IP-tölur í dag: 48
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.