12.11.2020 | 06:27
Merkileg grein um Trump
Ég var að lesa grein eftir þýzkan stjórnmálafræðing um Trump úr Speglinum þýzka. Það kom mér á óvart hversu mikla aðdáun á Trump mátti lesa útúr þessari grein, þótt á yfirborðinu væri reynt að segja að hann væri ómerkilegur lýðskrumari, en með virðingarkenndum blæ var það orð ritað út alla greinina, ólíkt því sem verið hefur undanfarin 4 ár á stjórnartíð Trumps.
Einna mest er aðdáun hins þýzka Lütjens á því að Trump skyldi hafa aukið við sig fylgi á þessum fjórum árum, þrátt fyrir að hafa haft alla heimspressuna á móti sér og meira til. Í grein hans er gengið svo langt að segja að menn leiti yfirnáttúrulegra skýringa á miklu fylgi hans enn, eða frumspekilegra. Í öðru orðinu talar hann um Trump sem slíka skömm að endurtekning á svipuðu fylgi og 2016 sé stórkostlegur ósigur fyrir frjálslynda Bandaríkjamenn.
Já, heimsmyndin er að breytast á margan hátt, ekki sízt í Evrópu. Macron Frakklandsforseti er ekki einn um það að skammast sín ekki fyrir að taka undir málflutning sem lengi hefur verið fordæmdur opinberlega í Evrópu og víðar, en vel að merkja, taka undir hann með mjög hóflegum hætti, en þó skýrum. Einnig má merkja áherzlubreytingar hjá hinum sænska Stefani Löfven sem hefur verið óvinsæll af ýmsum fyrir ýmislegt.
Svo ég minnist aftur á greinina í þýzka Speglinum þá er hún ein bezta lýsingin á Trump og ferli hans sem ég hef lesið. Hún er skrifuð af miklum skilningi og yfirvegun, og finnst mér stjórnmálafræðimenntunin ekki gagnslaus þegar hún skilar slíkum árangri. Það sem mér hefur fundizt dapurlegt er hversu margir eru fanatískir gagnvart núverandi Bandaríkjaforseta. Höfundur þessarar greinar er ekki einn af þeim, heldur sér hann marga mismunandi fleti á Trump.
Að vísu skulum við spyrja að leikslokum. Ef pólitískum andstæðingum hans tekst að smána hann svo að sagan fordæmi hann er ekki rétt að fullyrða að hann hafi gert merkilega hluti. Hann gæti til dæmis enn framið valdarán að suður amerískum stíl, það er aldrei að vita. Bandaríkin eiga þetta nefnilega sameiginlegt með Kína, að fáir þora að ráðast á Bandaríkin, sem flokkast enn sem stórveldi, svo ógnin kemur kannski frekar innanfrá.
Svo er annað sem er merkilegt við þessa grein, höfundurinn veltir því fyrir sér hvort Trump sé lýðskrumari eða messías, en kemst þó að þeirri niðurstöðu að hann sé lýðskrumari.
Já, Trump verður umfjöllunarefni um ókomna tíð, svo mikið er víst, ef að líkum lætur.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.4.): 39
- Sl. sólarhring: 44
- Sl. viku: 635
- Frá upphafi: 141233
Annað
- Innlit í dag: 36
- Innlit sl. viku: 478
- Gestir í dag: 32
- IP-tölur í dag: 32
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.