Merkileg grein um Trump

Ég var ađ lesa grein eftir ţýzkan stjórnmálafrćđing um Trump úr Speglinum ţýzka. Ţađ kom mér á óvart hversu mikla ađdáun á Trump mátti lesa útúr ţessari grein, ţótt á yfirborđinu vćri reynt ađ segja ađ hann vćri ómerkilegur lýđskrumari, en međ virđingarkenndum blć var ţađ orđ ritađ út alla greinina, ólíkt ţví sem veriđ hefur undanfarin 4 ár á stjórnartíđ Trumps.

 

Einna mest er ađdáun hins ţýzka Lütjens á ţví ađ Trump skyldi hafa aukiđ viđ sig fylgi á ţessum fjórum árum, ţrátt fyrir ađ hafa haft alla heimspressuna á móti sér og meira til. Í grein hans er gengiđ svo langt ađ segja ađ menn leiti yfirnáttúrulegra skýringa á miklu fylgi hans enn, eđa frumspekilegra. Í öđru orđinu talar hann um Trump sem slíka skömm ađ endurtekning á svipuđu fylgi og 2016 sé stórkostlegur ósigur fyrir frjálslynda Bandaríkjamenn.

 

Já, heimsmyndin er ađ breytast á margan hátt, ekki sízt í Evrópu. Macron Frakklandsforseti er ekki einn um ţađ ađ skammast sín ekki fyrir ađ taka undir málflutning sem lengi hefur veriđ fordćmdur opinberlega í Evrópu og víđar, en vel ađ merkja, taka undir hann međ mjög hóflegum hćtti, en ţó skýrum. Einnig má merkja áherzlubreytingar hjá hinum sćnska Stefani Löfven sem hefur veriđ óvinsćll af ýmsum fyrir ýmislegt.

 

Svo ég minnist aftur á greinina í ţýzka Speglinum ţá er hún ein bezta lýsingin á Trump og ferli hans sem ég hef lesiđ. Hún er skrifuđ af miklum skilningi og yfirvegun, og finnst mér stjórnmálafrćđimenntunin ekki gagnslaus ţegar hún skilar slíkum árangri. Ţađ sem mér hefur fundizt dapurlegt er hversu margir eru fanatískir gagnvart núverandi Bandaríkjaforseta. Höfundur ţessarar greinar er ekki einn af ţeim, heldur sér hann marga mismunandi fleti á Trump.

 

Ađ vísu skulum viđ spyrja ađ leikslokum. Ef pólitískum andstćđingum hans tekst ađ smána hann svo ađ sagan fordćmi hann er ekki rétt ađ fullyrđa ađ hann hafi gert merkilega hluti. Hann gćti til dćmis enn framiđ valdarán ađ suđur amerískum stíl, ţađ er aldrei ađ vita. Bandaríkin eiga ţetta nefnilega sameiginlegt međ Kína, ađ fáir ţora ađ ráđast á Bandaríkin, sem flokkast enn sem stórveldi, svo ógnin kemur kannski frekar innanfrá.

 

Svo er annađ sem er merkilegt viđ ţessa grein, höfundurinn veltir ţví fyrir sér hvort Trump sé lýđskrumari eđa messías, en kemst ţó ađ ţeirri niđurstöđu ađ hann sé lýđskrumari.

 

Já, Trump verđur umfjöllunarefni um ókomna tíđ, svo mikiđ er víst, ef ađ líkum lćtur.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Fćrsluflokkar

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 42
  • Sl. sólarhring: 119
  • Sl. viku: 701
  • Frá upphafi: 127244

Annađ

  • Innlit í dag: 28
  • Innlit sl. viku: 531
  • Gestir í dag: 25
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband