11.11.2020 | 22:59
Línur skýrast fyrir kosningar
Jafnvel fólk sem er ekki sammála stefnu Samfylkingarinnar að öllu leyti hlýtur að hafa áhuga á að kjósa hana þar sem hún er stærsti flokkurinn sem hefur áhuga á að bæta kjör þeirra lægstlaunuðu og verst settu. Jafnvel þótt fólk kunni vel við Flokk fólksins eru litlar líkur á að hann komist í ríkisstjórn og til valda, því þannig virkar stéttskiptingin á Íslandi. Það eru bara sumir sem fá gæðastimpla og komast almennilega inná þing.
Það er svo margt við stefnu Sjálfstæðisflokksins sem mér finnst gott og eftirsóknarvert, en fólkið sem er þar í forystu er eiginhagsmunagæzlufólk, það hefur mjög takmarkaðan áhuga á hugsjónum, miðstétt, lágstétt eða hástétt, í mesta lagi þeim sem hafa um áraraðir haft tengsl við flokkinn og varla það.
Það er eiginlega óþægilegt að spillingin hefur farið þannig með flokkana að það er erfitt að ákveða hvern er réttast að kjósa næst. Sjálfstæðisflokknum treysti ég samt sízt til að bæta kjör þeirra lægstsettu. Samfylkingin hefur metnað til að verða stærsti flokkur landsins, og veit að þetta er leiðin til þess, að efna svona kosningaloforð eins og hægt er, að gera vel við þá verst settu, og ég trúi því allavega að Heiða Björg Hilmisdóttir og Logi Einarsson vilji standa við eitthvað af því sem þau hafa lofað. Forysta Sjálfstæðisflokksins hefur sýnt andlit sitt, þar er hvorki stuðningur við hefðina né öryrkja og gamalt fólk, en Bjarni Benediktsson má eiga það að hann er hæfur fjármálaráðherra sem slíkur. En að færa flokkinn svona langt inná miðjuna og til vinstri, það finnst mér óhæfa.
Fatlað fólk er svelt til hlýðni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Syndafallið í Biblíunni - Aldingarðurinn Eden tilraunastofa, ...
- Líta femínistar í eigin barm? Er ástæða fyrir bakslaginu?
- Jahve er djöfullinn og hann stendur á bakvið öll stríð, og er...
- Sjálfstæðismenn þurfa að sinna menningarmálum meira
- Vinstrimenn ættu að skammast sín, en ekki hægrimenn. Mengun e...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 7
- Sl. sólarhring: 186
- Sl. viku: 666
- Frá upphafi: 127209
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 509
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.