8.11.2020 | 06:54
Samfylkingin hélt fast í sín stefnumál og það hefur borið ávöxt
Tæknilega lít ég svo á að Áslaug Arna sé formaður Sjálfstæðisflokksins en ekki Bjarni Ben. Gamla liðið er búið að missa völd sín greinilega og er ófært um annað en að hlýða ungu kynslóðinni. Eins og Styrmir Gunnarsson hefur fjallað um er líklegt að hrein vinstristjórn sé í kortunum. Ég get bætt um betur. Viðreisn og Samfylkingin gætu þar leikið lykilhlutverkið og svo Píratar og Vinstri grænir sem aukahjól. Aðildin að Evrópusambandinu yrði endurvakin, og margir innan Sjálfstæðisflokksins myndu styðja hana.
Sá Sjálfstæðisflokkur sem er í ríkisstjórn með Vinstri grænum og Framsókn í dag er allt annar flokkur en sá flokkur sem amma og afi héldu tryggð við. Þessi nýi Sjálfstæðisflokkur er einhverskonar undarlegt sambland af miðjuflokki. Ég virði meira flokka sem hafa styrk og standa við stefnumál sín. Samfylkingin fór niður í fylgi um tíma, en hélt fast í sín stefnumál. Það kann ég að meta. Samfylkingin vill útiloka Sjálfstæðisflokkinn, og af hverju ekki?
Nei, það er hreinlegra að kjósa Pírata, Viðreisn eða Samfylkinguna en Sjálfstæðisflokkinn, því sá flokkur sem er á flótta undan sjálfum sér er ekki neitt. Ómögulegt er að treysta slíkum flokki.
Evrópusambandið hefur líka uppá ýmislegt að bjóða.
Alexandra nýr ritari Samfylkingarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Hvernig ætti að vera hægt að bjarga bandarísku þjóðinni undan...
- Er Samfylkingin lengra til hægri en Sjálfstæðisflokkurinn? Rá...
- Áfengisdrykkja tengist sjálfstæði einstaklinganna, manndómsví...
- Þeir flokkar sem nú eru í ríkisstjórn verða að hjálpa landbún...
- Í þessari frétt endurspeglast elítuviðhorf wóksins og svo frj...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 72
- Sl. sólarhring: 132
- Sl. viku: 680
- Frá upphafi: 133151
Annað
- Innlit í dag: 47
- Innlit sl. viku: 515
- Gestir í dag: 45
- IP-tölur í dag: 45
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.