6.11.2020 | 02:27
Ólög sett á alþingi margsinnis - með ólögum er byggðinni eytt.
Það er ekki tilgangslaust að taka til umfjöllunar ákveðin rök sem eru hrekjanleg en gætu orðið ábyrg sem skaðvaldar á þingi. Hér vil ég fjalla um þau rök þeirra sem vilja leggja niður mannanafnanefnd, að með breytingunum muni þessir siðir ekki leggjast af, að kenna sig til föður eða móður, eða að nota nöfn sem tengjast uppruna þjóðarinnar, þjóðtrú, heiðinni trú, kristinni trú, osfv.
Skaðar það ekki íslenzkuna að leggja niður mannanafnanefnd? Hefur það engin áhrif í þá átt að séreinkenni okkar nafna hverfi? Ég hef lesið ýmsar umsagnir og athugasemdir til alþingis um þetta með og á móti. Áhugaverðara finnst mér að fjalla um það sem mér finnst ekki rökrétt, eins og þessar spurningar, sem eru fullyrðingar hjá sumum sem vilja halda þessu til streitu og leggja niður mannanafnanefnd.
Lög eru aldrei sett nema um álitamál, það er að segja eitthvað sem fólk brýtur eða á á hættu að brjóta sé það ekki lögfest. Þess vegna er það hin mesta fjarstæða sem haldið hefur verið fram að með þessari niðurlagningu mannanafnanefndar sé ekki verið að stefna að útrýmingu íslenzku hefðarinnar í þessu efni.
Sönnunin er augljós fyrir því að hér er verið að þynna út hefðina og stefna að útrýmingu hennar. Sönnunin er það fólk sem er þessu fylgjandi. Lögum er ætlað að halda niðri því sem er skaðlegt fólki eða menningunni, en lyfta því til vegs og virðingar sem er til bóta.
Allir virðast sammála um að dýrmætt sé að vernda þessar íslenzku hefðir, jafnvel þeir sem vilja leggja mannanafnanefnd niður og gefa þetta alveg frjálst. Þversögnin og hræsnin felst í því að halda því fram að hér sé ekki verið að vinna gegn hefðinni. Sagt er að fólk muni áfram kenna börn sín við föður eða móður, eða nota íslendzku nöfnin áfram.
Já, en hvaða fólk? Einhverjir jú, en sífellt færri, það segir sig sjálft. Þessi lög um mannanafnanefnd voru sett vegna þess að vitað var að annars færi þetta í óefni og upplausn.
Það er ekkert að því að fólk af erlendum uppruna taki upp íslenzk nöfn. Það getur ekki verið mannréttindabrot að þjóðir vilji vernda menningu sína. Slíkt hlýtur að vera réttur, og mun hann vera lögfestur í stjórnarskránni og víðar.
Það sem mér finnst óþolandi er þegar einhverju er haldið fram sem maður sér augljóslega í gegnum, sem sagt, ráðherrar og valdhafar ljúga uppí opið geðið á manni, eins og þessu, að það breyti ekkert svo miklu að leggja niður mannanafnanefnd.
Ég spyr mig, eru Íslendingar orðnir svo sljóir að þeir mótmæli ekki, skrifi ekki gegn þessu eða tali? Er það ekki öllum ljóst að verið er að vega að sjálfstæðinu og þjóðareinkennum okkar með þessu rugli þingmanna sem eru ekkert nema hryðjuverkamenn, óþjóðlegir upplausnarmenn og stjórnleysingjar?
Með lögum skal land byggja en ólögum eyða. Það er ekki spurning að alþingi Íslendinga hefur sett ólög en ekki lög nú margsinnis, lögin um fóstureyðingar frá því í fyrra eru skýrt dæmi um slík ólög, sem eyða byggð í landinu, eins og málshátturinn góði segir.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Nýjustu færslur
- Líta femínistar í eigin barm? Er ástæða fyrir bakslaginu?
- Jahve er djöfullinn og hann stendur á bakvið öll stríð, og er...
- Sjálfstæðismenn þurfa að sinna menningarmálum meira
- Vinstrimenn ættu að skammast sín, en ekki hægrimenn. Mengun e...
- Dyrfjöllin að Hábraut 4 í Kópavogi - í bernskuupplifun minni
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 126
- Sl. sólarhring: 175
- Sl. viku: 695
- Frá upphafi: 127131
Annað
- Innlit í dag: 73
- Innlit sl. viku: 523
- Gestir í dag: 70
- IP-tölur í dag: 70
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.