Hvernig þróast Evrópusambandið eftir kreppuna?

Evrópusambandið minnir á stóra og þunga vígvél sem er að falli komin. Það byggist á þeirri reginfirru og blekkingu að sagan endurtaki sig nákvæmlega aftur og aftur.

 

Þýzkaland í annarri heimsstyrjöldinni var svona frekt á mannslíf vegna þess að það byggðist á hernaðarsögu fortíðarinnar, en fram að þeim tíma hafði hernaðarhyggjan byggzt upp hægt og bítandi raunar á jörðinni allri, og endaði í þessum fræga hápunkti sem við öll þekkjum. Þýzkaland nútímans er eitt friðsamasta land í heimi og því mikil firra að Þjóðverjar myndu aftur leggja út í svipaðan hernað ef það væri sjálfstætt og ekki í Evrópusambandinu.

 

Evrópusambandið byggist þess vegna á fortíðarsöguskoðun og forsendum sem eru ekki lengur til staðar. Því er haldið saman vegna hagsmuna, þeir sem græða á því vilja ekki missa spón úr sínum aski. Það sýnir raunar enn hversu mikil herraþjóð Þýzkaland er, að hin þýzka forysta Evrópusambandsins nýtur sín í þessu forystuhlutverki og konungshlutverki, eða drottningarhlutverki, fyrst um Angelu Merkel er að ræða. Lítið hefur þó farið fyrir henni að undanförnu, einhverra hluta vegna. Hvað skyldi valda því?

 

Rétt eins og ríkisstjórn  Jóhönnu Sigurðardóttir sprakk ekki þótt ástæður væru nægar má búast við að Evrópusambandið hangi saman eftir þessa krísu.

 

Samt má búast við að andinn sjálfur eða tiltrúin á fyrirtækið sem slíkt fari þverrandi. Þannig var þetta með Sovétríkin. Efasemdirnar höfðu nagað það að innan lengi áður en það féll. Allt sem gert er með ofbeldi til að þagga niður í slíkum mótmælum og efasemdum er til að staðfesta að brestir aukast í fyrirbærinu.

 

Sá tími kemur að Evrópusambandið fellur, eins og Rómarveldi til forna. Þvert ofaní túlkun þeirra sem telja þjóðernishópa innan Evrópu ógn við lýðræðið eru þeir einu raunverulegu lífsmörkin innan Evrópu. Það er líka þekkt að þegar valdið telur sér ógnað gerir það árásir.

Andinn lifir allt slíkt af hins vegar, og brýtur sér farveg eftir margskonar erfiðleika og þrengingar.

 

Ég hef lengi haft áhyggjur af því að Evrópusambandið sé að útrýma Evrópubúum. Pillan var sögð mikið framfaraskref fyrir atvinnuþátttöku kvenna í samfélaginu, en hún var einn fyrsti líkkistunaglinn fyrir hið vestræna samfélag.

 

Ef allt þetta mannréttindarugl væri ekki búið að úrkynja hinn vestræna heim væri staðan ekki svona slæm fyrir ríku löndin. Drepsóttir hafa alltaf komið og nartað í stóran hluta mannfjöldans í hverju landi. Eina ráðið hefur verið að fylla uppí skörðin. Nú er það ekki gert lengur, því það er búið að forrita konur til sjálfseyðileggingar og karla líka.

 

Það er engin hatursstefna að óska þess að samband eins og Evróppusambandið líði undir lok, það er ekki manneskja eða persóna með tilfinningar heldur skrímsli, eins og mörg önnur kúgunarsambönd fyrri tíma.

 

Svo til að kóróna fáránleikann og glæpsamlega framgöngu forystumanna Evrópuríkjanna þá héldu menn fram þeirri firru að hægt væri að slaka á sóttvarnarkröfum, þrátt fyrir reynsluna sem fékkst í fyrstu bylgjunni sem var hræðileg.

 

Margir furða sig á því að Svíar skuli ekki rísa upp gegn skoðanakúgun jafnaðarfasismans og fleiri þjóðir. Nei, eðli fasismans er einmitt svona. Nákvæmlega eins og í Norður Kóreu eða í Kína, Evrópa með sín jafnaðarstefnusamfélög er alveg eins, fólkið þorir ekki að mótmæla neinu nema einhverju sem engu máli skiptir, eða hefur ekki gáfur í það.

 

Það er áhugavert að koma með framtíðarspár. Joe Biden mun sennilega vinna forsetakosningarnar og hin þrúgandi alþjóðavæðing leggjast yfir Bandaríkin að nýju ásamt stríðsvæðingunni, til að hafa peningaöflin ánægð.

 

Eitthvað hlýtur þó að láta undan. Fólk hlýtur að reiðast þegar það missir ástvini sína að óþörfu, sé litið til Kína og þeirra árangurs, og þeirra ströngu aðgerða sem var gripið til þar. Sá samanburð er ekki hagstæður fyrir vesturlönd. Sagan sýnir það svo oft, að einmitt þar sem allt virðist leika í lyndi getur eitthvað óvænt gerzt. Ég er að bíða eftir raunverulegri lýðræðisþróun, þar sem fólk spyr krefjandi spurninga en er ekki leitt áfram af múgsefjun eða tízkustraumum.

 

Raunveruleg lýðræðisþróun á sér stað þar sem andlegur þroski er kominn á hátt stig og fólk er samstillt. Það á ekki við um Íslendinga, því miður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 112
  • Sl. sólarhring: 149
  • Sl. viku: 776
  • Frá upphafi: 130361

Annað

  • Innlit í dag: 75
  • Innlit sl. viku: 582
  • Gestir í dag: 72
  • IP-tölur í dag: 72

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband