Bjargar miðstýring og hlýðni við flokkinn Kínverjum frá veirunni?

Ef Evrópa og Bandaríkin hefðu gripið til eins harkalegra og róttækra aðgerða gegn veirunni og Kína hefðu fjölmörg mannslíf bjargazt. Ef maður trúir því ekki að veiran sé búin til af Kínverjum til að ná heimsyfirráðum og að hún ráðist frekar á gen Neanderdalsmanna, sem algengari eru hér og næstum alls ekki í Afríku og Asíu hlýtur maður að telja það undarlegt hvernig tekizt hefur að hemja hana í Kína en ekki í vestrinu.

 

Hver ber ábyrgðina á þessum miklu hamförum? Stundum hef ég haldið að andrasismaöflin fasísku sem þola ekki að tapa og vilja stjórna börnum og ungmennum, og trúgjörnu fólki, hafi komið veirunni af stað til að Donald Trump næði ekki endurkjöri, sem sagt að veirunni sé beint eingöngu að Trump og öðrum frelsisöflum, eða öflum sem vilja frelsi þjóðanna og landanna, en ekki miðstýrðar einingar stjórnað af þeim sem hafa kommúnískt vit fyrir öðrum. Það hvernig hún virðist sérhönnuð til að bana gömlu fólki bendir í þá átt, en kjósendur Trumps eru vissulega miklu frekar í eldri kantinum, og því hafa þúsundir tilvonandi fylgismanna hans látizt í Bandaríkjunum í þessari hryllilegu plágu.  Samt virðist það ekki ganga upp, nú er Evrópa að ganga í gegnum mikinn hrylling, svo varla getur það verið að Evrópusambandið hagnist á þessari skelfilegu þróun.

 

Getur maður annað en líkt stjórnmálamönnum í vestrinu við fjöldamorðingja, þegar borin eru saman kínversku, bandarísku og evrópsku viðbrögðin við drepsóttinni, sem af ýmsum er nefnd Kínaveira? Ljótar sögur gengu um að kínversk stjórnvöld hafi lokað fólk inni með valdi og beitt allskyns gerræðislegum ráðum. Það eru sögusagnir, en þær kunna að vera sannar. Víst er að fréttaflutningurinn þaðan er mjög af skornum skammti, og kannski kemur ekki nema 1% af sannleikanum frá þeim, hver veit, eins og margir halda fram.

 

Hitt finnst mér óafsakanlegt og þess vegna glæpsamlegt að setja manngildið og mannslífin skör neðar en fjárhagsábata til að minnka hugsanlegt fjárhagstjón, eins og hryllingsstjórnvöldin sumsstaðar hafa gert.

 

Hvernig geta stjórnvöld eins og í Svíþjóð, sem kenna sig við húmanisma, lýðræði, manngildi, jöfnuð, eitthvað sem þau túlka andstæðu rasismans og stefnu Hitlers, afsakað allt mannfallið þar í landi út af veirunni? Þetta er argasta þversögn og móðgun við alla sem vilja aðhyllast mannúð, húmanisma og manngildi.

 

Það er kannski skiljanlegt að hægrisinnuð yfirvöldin í Bandaríkjunum skelli skollaeyrum við ógninni, það hefur alltaf verið þeirra stíll.

 

Það má færa rök fyrir því að stjórnmálin fari í hring, að þegar jöfnuðurinn sé kominn út í öfgar eins og í Svíþjóð bíti hann í halann á sér eins og dreki í hring, og breytist í mannhatursstefnu, þar sem kapítalisminn sé dýrmætari mannslífunum.

 

Hvort sem viðbrögðin við farsóttinni eru mikil eða lítil verða breytingar. Það er ekki hægt að komast hjá fjárhagstjóni með litlum aðgerðum og miklu mannfalli, eins og Svíar virðast halda og sumir aðrir.

 

Andstæðingar Evrópusambandsins hljóta að fá hrollkennda sannfæringartilfinningu þess efnis að nú komi þeir upp um sig sem hafa grafið undan þjóðríkjunum og heimatilbúnum landbúnaði.

 

Heimsmyndin verður breytt eftir heimsfaraldurinn og þessa kreppu, nákvæmlega hvernig vitum við ekki. Mikilvægt er að koma með sannfærandi framtíðarspár um það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Lýðræði og frelsi = fjöldamorð? Athygliverð pæling. Hugsa þó að hvorugur okkar sé sammála slíku.

En spurningin er ekki um fjárhagstjón. Spurningin er hversu mörgum er bjargað með lokunum og samskiptahindrunum, og hversu margir láta lífið vegna þeirra.

Á síðasta ári dóu níu milljón manns úr hungri.

SÞ spá því að fjöldi undir hungurmörkum aukist um 50% vegna lokana og samskiptahindrana.

Við getum gert ráð fyrir að þetta ástand vari í lágmark tvö ár. Á þeim tíma má reikna með að 3-4 milljónir deyji af veirunni.

Á sama tímabili má reikna með að níu milljónir deyi úr hungri, í viðbót við þá sem hefðu dáið úr hungri hvort eð er.

Og síðan lokanirnar hófust hefur auður þeirra ofurríku vaxið um þriðjung.

Þorsteinn Siglaugsson, 23.10.2020 kl. 00:00

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Já þetta er mikil klemma Þorsteinn og ég ætla mér ekki að koma með neinar allsherjarlausnir, hef reynt að rita af varfærni, ef það er hægt. Svona vandamálum stendur mannkynið ekki oft frammi fyrir.

Ég hygg að við séum báðir sammála um að við viljum að heimurinn losni frá þessu með sem minnstu tjóni, en eitthvað erum við kannski ósammála um aðferðirnar.

Þú segir að auður þeirra ofurríku hafi vaxið um þriðjung. Þar nærðu áhuga mínum mest. Geturðu komið með frekari upplýsingar um það. Kannski þú getir sannfært mig um það hverskonar samsæri er hér á ferðinni. 

Ég hef reyndar ekki útilokað að svo geti verið. En jafnvel þó svo einhverjir hafi komið þessu af stað, er klemman fyrir hendi. Maður hlýtur að skilja Þórólf að vilja vernda mannslífin.

Ingólfur Sigurðsson, 23.10.2020 kl. 02:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ingólfur Sigurðsson

Höfundur

Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 5
  • 4
  • 3
  • Image 004
  • Titilblað

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.11.): 156
  • Sl. sólarhring: 188
  • Sl. viku: 786
  • Frá upphafi: 125752

Annað

  • Innlit í dag: 139
  • Innlit sl. viku: 567
  • Gestir í dag: 132
  • IP-tölur í dag: 132

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndböndin

Heilbrigðisráðherrann, helbrigðaráðherfan

Í hópnum finn ég hlýja barnatrú

Aldrei fellur auðmagnskerfið

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband