21.10.2020 | 01:07
Kim Kardashian og frægðin hennar
Hefur nokkurntímann hvarflað að Kim Kardashian og öðrum "áhrifavöldum" glamúrheimsins hverjum þær eigi að þakka ríkidæmið og frægðina? Instagram borgar henni stórfé fyrir myndbirtingar eins og kemur fram í fréttinni þannig að hún getur lifað á þeim greiðslum einum saman. Áhugavert.
Þetta er orðin mikil gróðalind alveg sérstaklega fyrir fallegar konur. Það er svo sem jákvætt að hægt sé að lifa af fegurðinni og kynþokkanum, en þessar ágætu "áhrifavaldar" ættu þá að viðurkenna að hitt kynið sé þeim svolítið mikilvægt til að þéna alla þessa peninga og viðhalda þessum dýra lífsstíl.
Aldrei get ég látið mig dreyma um að eignast 190 milljónir fylgjenda eða aðdáenda á Instagram eða annars staðar sem tónlistarmaður, þótt mikið ég hafi fengizt við hana.
Hvað segir þetta um menninguna okkar? Er búið að gyðjugera þessar konur eins og Kim Kardashian? Eru þær komnar í guðatölu og gyðjutölu eins og tíðkaðist meðal Egypta til forna?
Það er mikið umhugsunarefni hvernig ákveðnir menningarkimar eru komnir í einstefnu, dýrkun á ákveðnum skurðgoðum, en hatur og ofsóknir gegn öðrum.
Græðir meira á einni Instagram-mynd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 120
- Sl. sólarhring: 148
- Sl. viku: 784
- Frá upphafi: 130369
Annað
- Innlit í dag: 79
- Innlit sl. viku: 586
- Gestir í dag: 76
- IP-tölur í dag: 76
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.