18.10.2020 | 23:10
Full ástæða til að mótmæla
Fréttirnar um Samuel Paty fylla heimspressuna og það réttilega. Hér er ég að fjalla um nýjustu fréttina um hryðjuverk af þessu tagi. Þær eru orðnar margar, en viðbrögðin eru jafnvel að verða meiri, sem bendir til vitundarvakningar almennings í okkar heimshluta.
Hvernig er hægt að tipla á tánum gagnvart svona málum? Hvernig er hægt að setja lög gegn almennri tjáningu um svona hrylling? Hvers konar öngstræti er vestrænt lýðræðisþjóðfélag komið í ef það getur ekki varið sig gegn ógnum af þessu tagi?
Ef við lítum raunsætt á málin þá hlýtur George Soros að teljast forríkur vinstriöfgamaður og hættulegur sem slíkur. Hvernig er þá hægt af "friðelskandi" "lýðræðisöflum" í Evrópu að berjast gegn "hægriöfgahópum" og skerða réttindi þeirra en ekki þesskonar hræsniöflum glæpsamlegum?
Gríðarlega öflugir, fjársterkir og skipulagðir vinstriöfgahópar komast upp með að stjórna fólki. Þeir stjórna jafnvel háskólum og menningarstarfsemi.
Hvernig svo sem kosningarnar fara í Bandaríkjunum trúi ég því að fleira fólk muni yfirgefa þá kolröngu heimsmynd sem birtist í RÚV og víðar. Annað yrði fullkomið tap mennskunnar.
Fjöldafundur í París í minningu kennarans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.12.): 70
- Sl. sólarhring: 99
- Sl. viku: 759
- Frá upphafi: 130221
Annað
- Innlit í dag: 39
- Innlit sl. viku: 574
- Gestir í dag: 33
- IP-tölur í dag: 33
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.