16.10.2020 | 01:48
Bleika höndin ekki síður algeng en sú bláa - bókin hennar ÓIínar tímabær
Ég hef ekki lesið bók Ólínar Kjerúlf Þorvarðardóttir ennþá, "Spegill fyrir Skugga Baldur", en þar sem hún hreyfir við mikilvægu spillingarmáli vil ég fullyrða að sú bók eigi mörg verðlaun skilið, það eina sem ég er ekki viss um er hvort hlutleysis sé gætt til vinstri og hægri í bókinni, sem væri merkilegt, þar sem hún er þó jafnaðarmanneskja, og því meiri hætta á slagsíðu í þá áttina.
Í þessari grein vil ég hins vegar fjalla um það sem oft er fjallað um í blogginu, en það er ósjálfstæði fjölmiðla, hversu algengt er að þeir séu undir stjórn vinstriafla. Hallgrímur Helgason rithöfundur nefndi ósýnilega stjórn hægriaflanna "Bláu höndina", en þá er við hæfi að nefna ósýnilega stjórn vinstriaflanna "Bleiku höndina".
Jafnaðarfasisminn byggist nefnilega á miklu lúmskari kúgun en kynþáttafasisminn sem frægur varð í upphafi síðustu aldar og svo illræmdur og bannhelgur eftir það.
Jafnaðarfasisminn byggist oft á óorðaðri hótun um atvinnumissi, ærumissi, vinamissi, makamissi, fylgjendamissi af Facebook eða annars staðar, eða eitthvað annað, sem hægt er að ímynda sér.
Bleika höndin er einkenni jafnaðarfasismans. Hún er að verki í Fréttablaðinu, RÚV, DV, Stundinni og næstum hvar sem er þar sem fólk er á miðjunni eða vinstramegin í stjórnmálum, og svo í viðskiptalífinu, hjá ríkinu, í öllu samfélaginu. Bókin hennar Ólínar fjallar mest um gömlu og gamalþekktu spillinguna sem allir þekkja, vinavæðinguna. Þessi nútímalega tegund af spillingu (bleika höndin) er nýrri, eða faldari, öllu heldur, en einnig víðtækari. Undantekningar finnast á öllum reglum, og alltaf er til fólk sem ekki eða tæplega lýtur gjörsamlega boðvaldi. Bleika höndin fær nafn sitt af því að femínismi, kvenréttindi og jafnrétti eru hugtök sem eru notuð til að helga þennan fasisma og þennan átroðning á réttindum og skoðunum. Auk þess er sýndarumhverfisvernd notuð til þess. Hræsnin er augljós og allt er þetta skrípaleikur, þar sem trúðarnir eru margir.
Bleika höndin er hönd á manneskju sem hótar ekki með byssu, það er manneskja sem læzt ekki sjá þig, skilur við þig, sem leyfir þér ekki að fá vinnu, sem hunzar þig og kúgar með kurteislegum og siðmenntuðum hætti. Félagslegri útskúfun er beitt miskunnarlaust, þessu frumstæða vopni sem notað er mikið í nútímanum, en það er eins gamalt og fyrstu menningarsamfélög villimannanna, og getur drepið. Sjálfsmorð ungra karlmanna eru til vitnis og sönnunar um það. Bleika höndin er hönd á manneskju sem telur sig vera að siða hund til, eða að loka á samskipti við villimann, vonda manneskju. Það má búast við því að þetta verði sú kúgun sem verði algengust í framtíðinni, það segir sig sjálft, ef þróunin stefnir áfram í þessa átt.
Þessi kúgun er hættulegri, mun hættulegri en sú sem gerð er ólögleg, þetta ofbeldi er miklu lúmskara og hættulegra en það sem bannað er með lögum. Það er miklu erfiðara að banna það sem er svona lævíslegt.
Jafnaðarfasisminn eða bleika höndin eru að leggja Evrópu í rúst með hjálp George Soros og spillingarjöfra af hans tagi.
Ég skil samt alveg fólk sem gengst Bleiku höndinni á vald. Það er öllum mannlegt að reyna að komast af, jafnvel gegn betri samvizku í spilltu þjóðfélagi, alþjóðaumhverfi.
Bók Ólínar Þorvarðardóttur ætti bara að vera byrjunin. Bækur þurfa að koma út sem benda á spillingu til vinstri í stjórnmálunum líka.
Um bloggið
Ingólfur Sigurðsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 8
- Sl. sólarhring: 178
- Sl. viku: 764
- Frá upphafi: 125786
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 545
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.